Biðjast afsökunar á „rasískum“ hanska í Destiny 2 Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 16:47 Fáni Kekistan og hanskinn umræddi. Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie hefur fjarlægt hanska úr leiknum Destiny 2 vegna líkinda hanskans við fána hins ímyndaða ríkis Kekistan. Fáninn og ríkið var skapað af rasistum og internet-tröllum svokölluðum í Bandaríkjunum og naut innblásturs frá Þýskalandi Nasismans.Bungie tísti um málið í gær og sagði líkindi hanskans og fánans ekki hafa verið viljandi og að hann yrði fjarlægður. Fyrirtækið tók þó ekki fram um hvaða hanska væri að ræða. Netverjar hafa þó áttað sig á því. Framkvæmdastjóri Bungie, Pete Parsons, tísti einnig um málið. Bæði tístin má sjá hér að neðan.1/2 It's come to our attention that a gauntlet in Destiny 2 shares elements with a hate symbol. It is not intentional. We are removing it.— Bungie (@Bungie) September 12, 2017 At Bungie, our company values place the highest emphasis on inclusion of all people and respect for all who work with us or play our games. https://t.co/lox0XuYhgJ— pete parsons (@pparsons) September 12, 2017 Sérfræðingur sem blaðamaður BBC ræddi við segir ljóst að umræddur hanski hafi ekki verið mikið á milli tannanna á fólki. Bungie hafi hins vegar stokkið á málið um leið og það kom upp og ekki reynt að fela það.Eins og gefur að skilja eru margir sem segja Bungie hafa gert rétt og einnig eru margir sem hafa gagnrýnt fyrirtækið. Leikjavísir Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Bungie hefur fjarlægt hanska úr leiknum Destiny 2 vegna líkinda hanskans við fána hins ímyndaða ríkis Kekistan. Fáninn og ríkið var skapað af rasistum og internet-tröllum svokölluðum í Bandaríkjunum og naut innblásturs frá Þýskalandi Nasismans.Bungie tísti um málið í gær og sagði líkindi hanskans og fánans ekki hafa verið viljandi og að hann yrði fjarlægður. Fyrirtækið tók þó ekki fram um hvaða hanska væri að ræða. Netverjar hafa þó áttað sig á því. Framkvæmdastjóri Bungie, Pete Parsons, tísti einnig um málið. Bæði tístin má sjá hér að neðan.1/2 It's come to our attention that a gauntlet in Destiny 2 shares elements with a hate symbol. It is not intentional. We are removing it.— Bungie (@Bungie) September 12, 2017 At Bungie, our company values place the highest emphasis on inclusion of all people and respect for all who work with us or play our games. https://t.co/lox0XuYhgJ— pete parsons (@pparsons) September 12, 2017 Sérfræðingur sem blaðamaður BBC ræddi við segir ljóst að umræddur hanski hafi ekki verið mikið á milli tannanna á fólki. Bungie hafi hins vegar stokkið á málið um leið og það kom upp og ekki reynt að fela það.Eins og gefur að skilja eru margir sem segja Bungie hafa gert rétt og einnig eru margir sem hafa gagnrýnt fyrirtækið.
Leikjavísir Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira