Fyrsti rafmagnsbíll Skoda Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 11:30 Skoda Vision E Concept. Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent
Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent