Förum vel með hneykslin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. september 2017 07:00 Öll höfum við sterka hvöt til þess að hneykslast, svei mér þá ef hún er ekki jafn frek til fjörsins og kynhvötin sjálf. Áður var afar einfalt að fullnægja henni, það þurfti ekki nema einn homma í þorpið og þá voru flestir komnir með mánaðarskammt af rammri hneykslan. Einstaka sinnum var fólk svo heppið að rekast á uppdópaða menn, fólk frá framandi slóðum eða fitubollur hvers fellingar náðu út fyrir öll velsæmismörk svo hneykslapúkinn bjó við álíka allsnægtir og neyslupúkinn nú á dögum. Svo kom áfallið. Samfélagið varð svo yfirmáta skilningsríkt að heill hópur af samkynhneigðum dugði ekki í einn dagskammt. Svo var hommerí bara orðið að léttmeti og stefnir nú í að þykja bara býsna karlmannlegt ef fram heldur sem horfir. Hvað gera hneykslunarþyrstir bændur þá? Eftir þetta hræðilega hrun hefur þjóðin leitað logandi ljósi að einhverju til að hneykslast á. Viðtöl, fréttir, ummæli og alls kyns skrif á netinu eru rannsökuð með það fyrir augum að finna einhverja næringu. Menn ganga jafnvel svo langt að endurvinna greinar sem finna má einhverja hneykslun í einsog þriggja ára grein eftir Óttar Guðmundsson sem nýlega var nýtt til endurhneykslunar. Þetta minnir okkur á það að hneyksli er ekki óendanleg auðlynd. Því ber að varðveita það vel og búa vel að óknyttafólki og Brynjari Níelssyni því annars gæti svo farið að við förum að hneykslast á lesbíum og nýbúum á nýjan leik. Ég bý hins vegar við þau forréttindi að fylgjast með öllum hamaganginum úr fjarska og hef bara býsna gaman af. Hins vegar verð ég að viðurkenna að þegar þörfin segir til sín stenst ég ekki mátið og verð líka svona yfirmáta hneykslaður á öllu saman. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðun Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Öll höfum við sterka hvöt til þess að hneykslast, svei mér þá ef hún er ekki jafn frek til fjörsins og kynhvötin sjálf. Áður var afar einfalt að fullnægja henni, það þurfti ekki nema einn homma í þorpið og þá voru flestir komnir með mánaðarskammt af rammri hneykslan. Einstaka sinnum var fólk svo heppið að rekast á uppdópaða menn, fólk frá framandi slóðum eða fitubollur hvers fellingar náðu út fyrir öll velsæmismörk svo hneykslapúkinn bjó við álíka allsnægtir og neyslupúkinn nú á dögum. Svo kom áfallið. Samfélagið varð svo yfirmáta skilningsríkt að heill hópur af samkynhneigðum dugði ekki í einn dagskammt. Svo var hommerí bara orðið að léttmeti og stefnir nú í að þykja bara býsna karlmannlegt ef fram heldur sem horfir. Hvað gera hneykslunarþyrstir bændur þá? Eftir þetta hræðilega hrun hefur þjóðin leitað logandi ljósi að einhverju til að hneykslast á. Viðtöl, fréttir, ummæli og alls kyns skrif á netinu eru rannsökuð með það fyrir augum að finna einhverja næringu. Menn ganga jafnvel svo langt að endurvinna greinar sem finna má einhverja hneykslun í einsog þriggja ára grein eftir Óttar Guðmundsson sem nýlega var nýtt til endurhneykslunar. Þetta minnir okkur á það að hneyksli er ekki óendanleg auðlynd. Því ber að varðveita það vel og búa vel að óknyttafólki og Brynjari Níelssyni því annars gæti svo farið að við förum að hneykslast á lesbíum og nýbúum á nýjan leik. Ég bý hins vegar við þau forréttindi að fylgjast með öllum hamaganginum úr fjarska og hef bara býsna gaman af. Hins vegar verð ég að viðurkenna að þegar þörfin segir til sín stenst ég ekki mátið og verð líka svona yfirmáta hneykslaður á öllu saman. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun