Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 18:00 Um 20 til 30 kindum var bjargað í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn björguðu á þriðja tug kinda sem lent höfðu undir aurskriðu í Hamarsfirði í morgun. Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. Um 15 til 20 manns frá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi komu að björgunaraðgerðunum í dag eftir að skriða féll neðan við bæinn Hamarssel í Hamarsfirði um klukkan ellefu í morgun. Jökull Fannar Helgason, stjórnarmaður í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að vel hafi gengið að koma kindunum undan skriðunni. „Það féll þarna skriða um ellefuleytið í morgun, gríðarlega stór og kom niður úr giljum og yfir tún. Það varð eitthvað fé undir,“ segir Jökull Fannar en ekki er enn vitað hversu margar kindur urðu fyrir skriðunni. „Þeir náðu að bjarga einhverjum 20 til 30 kindum.“Um 20 til 30 kindum var bjargað undan aurskriðunni í dag.Landsbjörg„Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni“ Miklar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegra vatnavaxta og úrkomu á svæðinu. Jökull Fannar segist ekki muna eftir öðru eins votviðri. „Það er náttúrulega bara allt gegnsósa af vatni. Ég veit um menn sem hafa búið í Hamarsfirði frá því fyrir 1970 og þeir hafa ekki séð annað eins.“ Talið er að tugir kinda hafi drepist þegar Jökulsá á Fljótsdal flæddi yfir bakka sína við Valþjófstaðanes eftir mikla úrkomu í gær. Þá voru á milli 20 og 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna laust eftir hádegi í dag. Ekki er heldur útlit fyrir að hringvegurinn opni fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum.Allt er gegnsósa af vatni á svæðinu að sögn Jökuls Fannars Helgasonar, stjórnarmanns í svæðisstjórn björgunarsveita á Austurlandi. Björgunarmenn voru því drullugir á vettvangi í dag.Landsbjörg
Veður Tengdar fréttir Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Sjá meira
Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Lögregluþjónn og ljósmóðir eru meðal þeirra sem fengið hafa far með þyrlu til Hafnar í Hornafirði í morgun enda þjóðvegurinn í sundur. 28. september 2017 15:23
Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40
Áfram mun rigna á Austurland Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu fram undir kvöld. 28. september 2017 06:09
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23