Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 12:23 Skemmdir eru á þjóðveginum austan Hólmsár eins og sjá má á þessari mynd. Inga Stumpf Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum. Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum.
Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33
Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14