Áfram mun rigna á Austurland Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 06:09 Ingi Ragnarsson hefur tekið fjölmargar myndir af hamnum í Hamarsá sem sjá má í myndasyrpu neðst í fréttinni. Ingi Ragnarsson Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga. Veður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Veðurstofan gerir áfram ráð fyrir fyrir talsverðri, samfelldri úrkomu um landið suðaustanvert fram yfir hádegi í dag og á Austfjörðum fram undir kvöld. Miklir vatnavextir eru á svæðinu og áfram eru auknar líkur á skriðuföllum. Þjóðvegi 1 var lokað í gær vegna vætunnar og var vegurinn grafinn í sundur á þremur stöðum á suðausturhorninu. Vegurinn er illa farinn og gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður í það minnsta tvo til þrjá daga til viðbótar. Búið er að óska eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar komi nú í morgunsárið og meti aðstæður. Er það ekki síst gert til þess að Vegagerðin geti betur áttað sig á því „hvar vatnið er að koma inn á svæðið. Menn vita það ekki ennþá,“ sagði Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar í samtali við Vísi í gærkvöldi.Vatnavextir komu á óvart Á Austurlandi hefur verið svipaða sögu að segja. Á Gilsá í Breiðdal mældist 128 mm úrkoma síðastliðinn sólarhring sem samkvæmt frétt á vef Austurfrétta er næst mesta úrkoma sem mælst hefur þar frá því mælingar hófust fyrir 20 árum. Þetta er annað skiptið í vikunni sem slík úrkoma mælist þar. Í fréttinni er þess jafnframt getið að vegurinn í Norðurdalnum sé illa farinn eftir úrhellið.Vísir greindi jafnframt frá miklum vatnavöxtum í Fljótsdalshéraði. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir þeim undanfarna daga kom magnið Veðurstofunni í opna skjöldu. Þannig þrefaldaðist rennsli í Jökulsá í Fljótsdal á örfáum klukkustundum við Valþjófsstaðanes og hækkaði vatnshæðin um nærri einn og hálfan metra. Þurftu björgunarsveitarmenn að sigla um túnin á bátum til þess að bjarga því sem hægt var að bjarga.
Veður Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira