Ekkert byggt utan höfuðborgarsvæðis Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2017 07:00 Húsnæðisskortur er ekki einungis vandamál á höfuðborgarsvæðinu. vísir/vilhelm Áttatíu prósent alls nýs íbúðarhúsnæðis frá hruni fjármálakerfisins árið 2008 hafa verið byggð á höfuðborgarsvæðinu. Algjört frost hefur verið í byggingum nýrra íbúða utan stórhöfuðborgarsvæðisins ef Akureyri er frátalin. Á sama tíma segjast sveitarstjórnarmenn finna fyrir áhuga fólks á að flytja í landsbyggðirnar en húsnæði skortir.Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar.Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Íbúðalánasjóðs um húsnæðismál í landsbyggðunum sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Þar kom fram að húsnæðisskortur væri mjög mikill fjarri höfuðborginni í hinum dreifðu byggðum landsins en lítið sem ekkert framboð væri af húsnæði. „Það er skortur á húsnæði hjá okkur í Húnaþingi vestra,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri. „Það gengur til að mynda erfiðlega að manna starfsfólk í okkar sveitarfélagi. Fólk vill koma og vinna í sveitarfélaginu og vinnu er að hafa. Hins vegar getur það ekki komið því það er skortur á húsnæði. Okkar vandi er síður en svo einsdæmi.“ Sveitarfélög landsins vinna nú að húsnæðisáætlun sem mun hjálpa Íbúðalánasjóði mjög við greiningu á vandanum. Húsnæðisþing sveitarfélaganna er áformað um miðjan næsta mánuð þar sem sveitarfélög munu ráða ráðum sínum. Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir tækifæri fyrir stofnunina og Íbúðalánasjóð að vinna nánar saman að kortlagningu málaflokksins í heild og skoða landið svæðaskipt. Vandi svæða sé mismunandi eftir staðsetningu og því þurfi að afla frekari gagna til að geta áttað sig betur á þessum mikla húsnæðisvanda í landsbyggðunum. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Húsnæðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Áttatíu prósent alls nýs íbúðarhúsnæðis frá hruni fjármálakerfisins árið 2008 hafa verið byggð á höfuðborgarsvæðinu. Algjört frost hefur verið í byggingum nýrra íbúða utan stórhöfuðborgarsvæðisins ef Akureyri er frátalin. Á sama tíma segjast sveitarstjórnarmenn finna fyrir áhuga fólks á að flytja í landsbyggðirnar en húsnæði skortir.Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar.Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Íbúðalánasjóðs um húsnæðismál í landsbyggðunum sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Þar kom fram að húsnæðisskortur væri mjög mikill fjarri höfuðborginni í hinum dreifðu byggðum landsins en lítið sem ekkert framboð væri af húsnæði. „Það er skortur á húsnæði hjá okkur í Húnaþingi vestra,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri. „Það gengur til að mynda erfiðlega að manna starfsfólk í okkar sveitarfélagi. Fólk vill koma og vinna í sveitarfélaginu og vinnu er að hafa. Hins vegar getur það ekki komið því það er skortur á húsnæði. Okkar vandi er síður en svo einsdæmi.“ Sveitarfélög landsins vinna nú að húsnæðisáætlun sem mun hjálpa Íbúðalánasjóði mjög við greiningu á vandanum. Húsnæðisþing sveitarfélaganna er áformað um miðjan næsta mánuð þar sem sveitarfélög munu ráða ráðum sínum. Illugi Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar, segir tækifæri fyrir stofnunina og Íbúðalánasjóð að vinna nánar saman að kortlagningu málaflokksins í heild og skoða landið svæðaskipt. Vandi svæða sé mismunandi eftir staðsetningu og því þurfi að afla frekari gagna til að geta áttað sig betur á þessum mikla húsnæðisvanda í landsbyggðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Húsnæðismál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira