Berlínarbúar upplifi niðurstöður kosninganna eins og jarðskjálfti hafi riðið yfir landið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2017 22:38 Þorleifur Örn Arnarsson, rýnir í stjórnmálaástandið í Þýskalandi að afloknum þingkosningum. Mynd/Arnþór Birgisson „Fólki líður í dag eins og sagan sé að endurtaka sig. Þess vegna slær þetta á svo marga strengi í þýskri þjóðarsál,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri, um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Þýskalandi en eins og fram hefur komið hlaut þýski þjóðernisflokkurinn AfD 13,5 prósent atkvæða. Þorleifur hefur búið og starfað í Þýskalandi frá árinu 2005 og þekkir því vel til aðstæðna. Berlínarbúar, að sögn Þorleifs, eru felmtri slegnir yfir tíðindunum en hann lýsir andrúmsloftinu í borginni eins og jarðskjálfti hafi riðið yfir. Fylgisaukning AfD hafi komið fólki í opna skjöldu því það hafi síst búist við þessum úrslitum. Hann bendir á að flokkurinn hefði að lokum hlotið prósentu meira en björtustu spár gerðu ráð fyrir. Þorleifur lýsir áhyggjum Berlínarbúa á þá leið að einn yfirmanna leikhúss í Berlín, sem alla jafna hafi mikið jafnaðargeð, hafi sent sér bréf í dag sem hófst á orðunum „Þvílíkur skítadagur eftir þessar ömurlegu kosningar.“ Fólk sé í miklu áfalli og óttist það að sagan sé að endurtaka sig.Tala inn í orðræðu NasistaÚr því talið berst að því að sagan kunni mögulega að endurtaka sig beinir Þorleifur kastljósinu að orðræðu þjóðernisflokksins AfD. Varaformaður flokksins, Alexander Gauland, ávarpaði stuðningsmenn sína þegar línur tóku að skýrast í kosningunum og sagði „við munum elta þau uppi“ (þ. wir werden die jagen). Þorleifur bendir á að orðanotkun varaformannsins sé beintengd við orðræðu Nasista. „Íslenska þýðingin er „að elta þau uppi“ en það er í merkingunni „að fara á veiðar.“ Hann „basically“ segir: Merkel, við munum elta þig uppi hvert sem þú ferð. Þetta jaðrar við morðhótun,“ segir Þorleifur.Tengist djúpri sjálfsmyndakrísuÞorleifur bendir á að í Austur Þýskalandi hafi fjörutíu prósent karlmanna kosið þjóðernisflokk AfD. Hann telur að það eigi sér sögulegar skýringar. Annars vegar tekur Þorleifur mið af því að margir upplifi sig sem hluta af gamla keisaraveldinu innan Þýskalands. Hins vegar segir hann að þetta skýrist auk þess af óánægju meðal íbúa þar sem laun séu lág og atvinnuleysi mikið.Mótmælendur létu óánægju sína í ljós fyrir utan kosningamiðstöð AfD og sögðu hvern einasta Berlínarbúa hata þjóðernisflokk AfD.vísir/gettyMögulega langvinn átökSpurður hvort fólk sé enn að mótmæla svarar Þorleifur: „Það voru náttúrulega gríðarleg mótmæli í gær og ég held að þau muni bara fara vaxandi. Það er erfitt að segja til um hvort þetta voru bara fyrstu viðbrögð en maður hefur á tilfinningunni að umræðan í heild sinni sé að „radikalíserast.“ Það kæmi mér ekki á óvart að við séum að horfa fram á mjög langvinn átök milli hópa í Þýskalandi.“ Úr því að Þorleifur fæst við leikstjórn er ekki úr vegi að spyrja: Er leiksviðið vettvangurinn til að kljást við þær erfiðu spurningar sem við stöndum frammi fyrir? „Leikhúsin hafa stillt sér upp í fremstu röð í þessari umræðu. Í leikhúsinu sem ég starfa í hafa leikarar utan vinnutíma verið með þýskukennslu fyrir innflytjendur,“ segir hann og bætir við að mörg leikhúsanna setji á svið verk sem lúta að trúfrelsi svo dæmi sé tekið. Þorleifur vill brýna fyrir okkur mikilvægi leikhúsanna sem samfélagslegs vettvangs á erfiðum tímum. „Þegar er svona mikill samfélagslegur hávaði, þá getur leikhúsið - þar sem við komum saman til að sjá inn í heim annarra, til að skilja hvort annað betur, til að eiga samtal - verið ótrúlega mikilvægt,“„Yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma“Spurður út í það hvort Trump-áhrifin séu víða segir Þorleifur að nær öll austurblokkin neiti að taka við einum einasta flóttamanni og bætir við: „Pólland er með nýnasista marserandi í boði ríkistjórnarinnar á aðaltorgum, leikhúsum er lokað og leikhúsmenn eru fangelsaðir í Rússlandi og Póllandi fyrir að tjá skoðanir sínar.“ Þorleifur segir að endingu: „sagan segir okkur mjög skýrt að þetta eru yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma. Það er að stoppa staðina þar sem málfrelsi er ástundað hvað harðast. Allt í einu kemur þarna brotsjór á þennan eina klett í hafinu.“ Tengdar fréttir Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00 Fylgisaukningu þjóðernisflokks ákaft fagnað og mótmælt Marine Le Pen og Geert Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi. 25. september 2017 00:09 Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
„Fólki líður í dag eins og sagan sé að endurtaka sig. Þess vegna slær þetta á svo marga strengi í þýskri þjóðarsál,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri, um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Þýskalandi en eins og fram hefur komið hlaut þýski þjóðernisflokkurinn AfD 13,5 prósent atkvæða. Þorleifur hefur búið og starfað í Þýskalandi frá árinu 2005 og þekkir því vel til aðstæðna. Berlínarbúar, að sögn Þorleifs, eru felmtri slegnir yfir tíðindunum en hann lýsir andrúmsloftinu í borginni eins og jarðskjálfti hafi riðið yfir. Fylgisaukning AfD hafi komið fólki í opna skjöldu því það hafi síst búist við þessum úrslitum. Hann bendir á að flokkurinn hefði að lokum hlotið prósentu meira en björtustu spár gerðu ráð fyrir. Þorleifur lýsir áhyggjum Berlínarbúa á þá leið að einn yfirmanna leikhúss í Berlín, sem alla jafna hafi mikið jafnaðargeð, hafi sent sér bréf í dag sem hófst á orðunum „Þvílíkur skítadagur eftir þessar ömurlegu kosningar.“ Fólk sé í miklu áfalli og óttist það að sagan sé að endurtaka sig.Tala inn í orðræðu NasistaÚr því talið berst að því að sagan kunni mögulega að endurtaka sig beinir Þorleifur kastljósinu að orðræðu þjóðernisflokksins AfD. Varaformaður flokksins, Alexander Gauland, ávarpaði stuðningsmenn sína þegar línur tóku að skýrast í kosningunum og sagði „við munum elta þau uppi“ (þ. wir werden die jagen). Þorleifur bendir á að orðanotkun varaformannsins sé beintengd við orðræðu Nasista. „Íslenska þýðingin er „að elta þau uppi“ en það er í merkingunni „að fara á veiðar.“ Hann „basically“ segir: Merkel, við munum elta þig uppi hvert sem þú ferð. Þetta jaðrar við morðhótun,“ segir Þorleifur.Tengist djúpri sjálfsmyndakrísuÞorleifur bendir á að í Austur Þýskalandi hafi fjörutíu prósent karlmanna kosið þjóðernisflokk AfD. Hann telur að það eigi sér sögulegar skýringar. Annars vegar tekur Þorleifur mið af því að margir upplifi sig sem hluta af gamla keisaraveldinu innan Þýskalands. Hins vegar segir hann að þetta skýrist auk þess af óánægju meðal íbúa þar sem laun séu lág og atvinnuleysi mikið.Mótmælendur létu óánægju sína í ljós fyrir utan kosningamiðstöð AfD og sögðu hvern einasta Berlínarbúa hata þjóðernisflokk AfD.vísir/gettyMögulega langvinn átökSpurður hvort fólk sé enn að mótmæla svarar Þorleifur: „Það voru náttúrulega gríðarleg mótmæli í gær og ég held að þau muni bara fara vaxandi. Það er erfitt að segja til um hvort þetta voru bara fyrstu viðbrögð en maður hefur á tilfinningunni að umræðan í heild sinni sé að „radikalíserast.“ Það kæmi mér ekki á óvart að við séum að horfa fram á mjög langvinn átök milli hópa í Þýskalandi.“ Úr því að Þorleifur fæst við leikstjórn er ekki úr vegi að spyrja: Er leiksviðið vettvangurinn til að kljást við þær erfiðu spurningar sem við stöndum frammi fyrir? „Leikhúsin hafa stillt sér upp í fremstu röð í þessari umræðu. Í leikhúsinu sem ég starfa í hafa leikarar utan vinnutíma verið með þýskukennslu fyrir innflytjendur,“ segir hann og bætir við að mörg leikhúsanna setji á svið verk sem lúta að trúfrelsi svo dæmi sé tekið. Þorleifur vill brýna fyrir okkur mikilvægi leikhúsanna sem samfélagslegs vettvangs á erfiðum tímum. „Þegar er svona mikill samfélagslegur hávaði, þá getur leikhúsið - þar sem við komum saman til að sjá inn í heim annarra, til að skilja hvort annað betur, til að eiga samtal - verið ótrúlega mikilvægt,“„Yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma“Spurður út í það hvort Trump-áhrifin séu víða segir Þorleifur að nær öll austurblokkin neiti að taka við einum einasta flóttamanni og bætir við: „Pólland er með nýnasista marserandi í boði ríkistjórnarinnar á aðaltorgum, leikhúsum er lokað og leikhúsmenn eru fangelsaðir í Rússlandi og Póllandi fyrir að tjá skoðanir sínar.“ Þorleifur segir að endingu: „sagan segir okkur mjög skýrt að þetta eru yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma. Það er að stoppa staðina þar sem málfrelsi er ástundað hvað harðast. Allt í einu kemur þarna brotsjór á þennan eina klett í hafinu.“
Tengdar fréttir Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00 Fylgisaukningu þjóðernisflokks ákaft fagnað og mótmælt Marine Le Pen og Geert Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi. 25. september 2017 00:09 Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00
Fylgisaukningu þjóðernisflokks ákaft fagnað og mótmælt Marine Le Pen og Geert Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi. 25. september 2017 00:09
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05