Fyrsti snjalljakkinn á leið í búðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 13:56 Snjalltæknin er að ryðja sér til rúms út um allt. Mynd/Google Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum. Tækni Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Sjá meira
Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum.
Tækni Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Sjá meira