Tesla rústar 11 kraftakögglum Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2017 10:49 Bílunum stillt upp fyrir átökin. Á hverju ári er efnt til keppninnar „Worlds Greatest Drag Race“ á Vandenberg Air Force flugbrautinni í Santa Barbara á vegum bílatímaritsins Motor Trend. Sem fyrr er þar att saman 12 af sprettharðari bílum heims og keppt er í kvartmílu. Var þetta sjöunda árið í röð sem efnt er til þessarar keppni. Bílarnir sem tóku þátt í spyrnunni nú voru 662 hestafla Ferrari 488 GTB, 580 hestafla Porsche 911 Turbo S, 600 hestafla Nissan GT-R Nismo, 600 hestafla Aston Martin DB11, 650 hestafla Camaro ZL1, 577 hestafla Mercedes-AMG GT R, 460 hestafla Corvette Grand Sport, 471 hestafla Lexus LC500, 562 hestafla McLaren 570GT, 350 hestafla Porsche 718 Cayman S, 505 hestafla Alfa Romeo Guilia Quadrifiglio og 680 hestafla Tesla Model S P100D. Alls voru því samankomin yfir 6.000 hestöfl á startlínunni. Samanlagt virði þessara bíla var yfir 120 milljónir í Bandaríkjunum og líklega langt að helmingi meira virði hingað komið. Öllum þessum kraftakögglum með brunavélar tókst ekki að standa rafmagnsbílnum Tesla Model S P100D snúning, þó svo sigur hans hafi staðið tæpt. Sjá má spyrnuna fjölmennu í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Á hverju ári er efnt til keppninnar „Worlds Greatest Drag Race“ á Vandenberg Air Force flugbrautinni í Santa Barbara á vegum bílatímaritsins Motor Trend. Sem fyrr er þar att saman 12 af sprettharðari bílum heims og keppt er í kvartmílu. Var þetta sjöunda árið í röð sem efnt er til þessarar keppni. Bílarnir sem tóku þátt í spyrnunni nú voru 662 hestafla Ferrari 488 GTB, 580 hestafla Porsche 911 Turbo S, 600 hestafla Nissan GT-R Nismo, 600 hestafla Aston Martin DB11, 650 hestafla Camaro ZL1, 577 hestafla Mercedes-AMG GT R, 460 hestafla Corvette Grand Sport, 471 hestafla Lexus LC500, 562 hestafla McLaren 570GT, 350 hestafla Porsche 718 Cayman S, 505 hestafla Alfa Romeo Guilia Quadrifiglio og 680 hestafla Tesla Model S P100D. Alls voru því samankomin yfir 6.000 hestöfl á startlínunni. Samanlagt virði þessara bíla var yfir 120 milljónir í Bandaríkjunum og líklega langt að helmingi meira virði hingað komið. Öllum þessum kraftakögglum með brunavélar tókst ekki að standa rafmagnsbílnum Tesla Model S P100D snúning, þó svo sigur hans hafi staðið tæpt. Sjá má spyrnuna fjölmennu í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent