74 birtingar á land á þremur dögum Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2017 10:08 Gunnar Óskarsson með 11 punda sjóbirting úr Geirlandsá. Mynd: www.svfk.is Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund. Mest lesið Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Vænar bleikjur á Þingvöllum Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði
Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund.
Mest lesið Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Tölfræði fyrir ágúst 2020 í Eystri Rangá Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Laxveiðin byrjar á laugardaginn Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Vænar bleikjur á Þingvöllum Veiði Fræðslukvöldin komin í gang hjá SVFR Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Veiði