Engin af skattahækkanatillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. september 2017 12:24 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, sagði í ræðu sinni á kosningafundi flokksins í gær að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingnefndum sem undir forystu Sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Fjármálaráðherra var líka fullkunnugt um að við höfðum marga fyrirvara gagnvart þeim öllum – og að engin þeirra færi óbreytt í gegnum þingið með stuðningi Sjálfstæðismanna,“ sagði Páll í ræðunni. Þá benti hann á að á tíu ára tímabili hafa hrein rekstrarútgjöld ríkisins hækkað að raungildi um 142 milljarða króna á ári; eða um 75%. Í samtali við Vísi segir Páll að skattahækkanatillögur á bensín, dísilolíu og virðisaukaskatt hefðu ekki farið óbreyttar í gegnum þingið með samþykki Sjálfstæðismanna. Spurður hvaða breytingar hann hefði viljað sjá segir hann að það hafi svo sem ekki reynt á það. „Aðalmarkmiðið var að draga úr notkun á dísilbílum en við lítum svo á að þetta hafi verið frekar lélegt dulargervi fyrir skattahækkun. Það var ekki verið að jafna neitt með þessum sköttum. Gjaldið á bensínið og gjaldið á olíuna var hækkað og var úr þessu mikil skattahækkun.“ Spurður hvort ekki eigi að taka mið af loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar með grænum skatti á ökutæki segir Páll að alltaf hafi legið fyrir að það þyrfti að breyta skattlagningunni á ökutæki. „Það verður að tryggja tekjur ríkisins vegna þess að tekjurnar af eldsneytinu voru alltaf lækkaðar. Það þyrfti að breyta hlutföllunum og hvetja þannig til notkunar á hreinni orkugjafa. Það sagði hins vegar enginn að þetta ætti að vera gert með skattahækkun.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira