Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður á Sumac Grill + Drinks hlaut titilinn Kokkur ársins 2017 eftir æsispennandi keppninni sem fram fór í Hörpu í gær.
Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður hjá Deplar Farm/Strikinu var í öðru sæti og Víðir Erlingsson matreiðslumaður hjá Bláa lóninu lenti í því þriðja.
Um val sigurvegarans sá fjölskipuð 11 manna dómnefnd. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra krýndi Kokk ársins í lok kvölds.
Hafsteinn Ólafsson er kokkur ársins 2017

Tengdar fréttir

Velja kokk ársins
Klúbbur matreiðslumeistara velur Kokk ársins 2017 um helgina. Fimm manna úrslitakeppni í Kokkur ársins keppninni fer fram í Hörpu laugardaginn 23.sept.