Áslaug Arna verður varaformaður Sjálfstæðisflokksins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. september 2017 12:13 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna. Kosningar 2017 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mun taka við embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún hefur verið ritari flokksins frá árinu 2015. Mun hún gegna báðum embættum þar til kosið verður í embætti varaformanns á ný á landsfundi flokksins, en ljóst er að ekki næst að halda landsfund fyrir komandi kosningar. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson formaður flokksins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Við Áslaug Arna munum leiða flokkinn,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Ég hef beðið hana að taka við stöðu varaformanns og hún mun gegna því embætti meðfram því að vera ritari.“ Áslaug Arna tók sæti á þingi eftir alþingiskosningarnar í fyrra og er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015Vísir/ValgarðurEkkert úr varaformannsslag í bili Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ljóst er að hann fari fram þá úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. Bjarni segir að haldinn verði flokksráðsfundur á næstunni en þar verður ekki kosið í embætti varaformanns. Bjarni hefur því brugðið á það ráð að biðja Áslaugu Örnu að gegna embætti varaformanns. Þetta kann að koma mörgum á óvart en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfðu bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.Uppstilling í flestum kjördæmum Sjálfstæðismenn efndu í morgun til opins kosningafundar á Nordica hótel undir yfirskriftinni „Hefjum kosningabaráttuna" þar sem línurnar voru lagðar fyrir komandi kosningabaráttu. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun og markar hann upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðismanna. Nokkrir helstu forrystumenn flokksins og fráfarandi ráðherrar fluttu ræður, líkt og Bjarni Benediktsson, Sigríður Á. Andersen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gíslafóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, stýrði fundinum, en í samtali við fréttastofu í morgun sagði hún að línurnar yrðu lagðar í dag og að útlit sé fyrir uppstillingar á lista í flestum kjördæmum. „Það er í höndum kjördæmissamtaka í hverju kjördæmi að ákveða það. Þau eru öll að leggja lokahönd á það og það virðast vera uppstillingar allavega í flestum kjördæmum,“ segir Áslaug Arna.
Kosningar 2017 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira