Bjarti faríseinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun