Allar myndir segja sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 09:30 “Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,” segir Guðmundur. Vísir/Hanna Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þó ég hafi unnið lengst sem auglýsingamyndateiknari sýni ég ekkert frá þeim ferli, bara því sem ég hef tekið fyrir sjálfan mig,“ segir Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari, staddur í sal á Þjóðminjasafninu þar sem sýning á völdum verkum hans verður opnuð í dag klukkan 14. Samtímis kemur út bók með myndunum. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967-2017 er heiti hvorutveggja, sýningar og bókar. Ein sería er að hluta til úr bók sem Torfusamtökin gáfu út 1986 og sýnir gömlu húsin í miðbænum. „Svo nýtti ég tækifærið, af því ég átti það efni, og smellti af sömu húsum 25 árum seinna, til að sýna framfarir og afturfarir,“ segir Guðmundur. Þaðan sem við stöndum blasir við mynd af gangnamanni. „Ég fór í réttir norður í Svartárdal fyrir 46 árum. Þetta er eina myndin úr þeirri seríu. Svona úlpur áttu allir,“ segir myndasmiðurinn. „Allar myndir segja sitt,“ bendir hann á. „Það er kosturinn við ljósmyndina að því eldri sem hún verður því merkilegra verður skráningarhlutverk hennar.“ Úr eldhúsglugga á Grettisgötu.Meðal þess sem Guðmundur myndaði eru sjoppur. „Sjoppur urðu til á stríðsárunum til að þjóna hermönnunum, enda er orðið komið úr ensku. Í enda áttunda áratugarins voru sumar orðnar fræg óðul, eins og Simmasjoppa á Grímsstaðaholtinu. Árin '88 og '89 tók ég mig til og festi nokkrar þeirra á stórar filmur. En sjoppurnar liðu undir lok af því 10/11 tók þeirra hlutverk yfir.“ Enn er Guðmundur að og ástríðan er fyrir hendi. „Maður dugir ekki í þessu starfi ef maður hefur ekki áhuga, annars finnur maður sér eitthvað annað,“ segir hann. Á baksíðu bókarinnar er mynd af honum með fyrstu myndavélina. „Ég byrjaði 16 ára. Keypti mér Leicu, það flottasta sem til var. Var í sveit og vann fyrir vélinni í fjóra mánuði,“ rifjar hann upp og kveðst enn nota filmuvélar. „Mér finnst ég vera að svíkjast um ef ég nota ekki filmur. Framkalla sjálfur? Já, auðvitað, það er ekki flóknara en að baka köku!“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira