Ætlar að spila glænýtt efni frá Gus Gus Tinni Sveinsson skrifar 22. september 2017 19:30 Biggi veira mun svala þorsta fjölmargra aðdáenda Gus Gus og gefa þeim forsmekkinn að nýju efni á morgun. Vísir/Stefán Annað kvöld ætla tveir af þekktustu plötusnúðum landsins að snúa bökum saman og koma fram á skemmtistaðnum Paloma í Naustinni. Biggi veira úr Gus Gus er aðalnúmerið en honum til halds og trausts verður Thor úr Thule Records. Biggi veira stendur í ströngu þessa dagana. Nýlega gaf Gus Gus út nýtt lag, Featherlight, og gerði sveitin víðreist á tónlistarhátíðum í sumar. Biggi mun einnig spila víða um heim næstu mánuði undir merkjunum Mexico DJ Tour og er uppákoman á Paloma einskonar upphitun fyrir það. Ljóst er að fjölmarga aðdáendur Gus Gus hlakkar til að heyra nýtt efni frá sveitinni og lofar Biggi aðdáendum að spila það á morgun. Sveitin kemur einnig fram á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Thor, eða Þórhallur Skúlason, er þekktur sem prímus mótorinn á bak við íslensku plötuútgáfuna Thule Records. Thule Records hefur risið úr dvala upp á síðkastið og ferðast Þórhallur þessi misserin út um allan heim og spilar á vinsælum klúbbum.Hér eru nánari upplýsingar um kvöldið. Hægt er að fá forsmekkinn með því að hlusta á „Electro Shock“-syrpu frá Bigga veiru hér fyrir neðan.Hér fyrir neðan má síðan heyra flotta syrpu frá Thor. Tengdar fréttir GusGus frumsýnir myndband við fyrsta lagið af nýju plötunni Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. 29. júní 2017 17:45 GusGus á Airwaves í ár 40 ný atriði tilkynnt fyrir tónlistarhátíðina. 10. ágúst 2017 11:36 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Annað kvöld ætla tveir af þekktustu plötusnúðum landsins að snúa bökum saman og koma fram á skemmtistaðnum Paloma í Naustinni. Biggi veira úr Gus Gus er aðalnúmerið en honum til halds og trausts verður Thor úr Thule Records. Biggi veira stendur í ströngu þessa dagana. Nýlega gaf Gus Gus út nýtt lag, Featherlight, og gerði sveitin víðreist á tónlistarhátíðum í sumar. Biggi mun einnig spila víða um heim næstu mánuði undir merkjunum Mexico DJ Tour og er uppákoman á Paloma einskonar upphitun fyrir það. Ljóst er að fjölmarga aðdáendur Gus Gus hlakkar til að heyra nýtt efni frá sveitinni og lofar Biggi aðdáendum að spila það á morgun. Sveitin kemur einnig fram á Iceland Airwaves í byrjun nóvember. Thor, eða Þórhallur Skúlason, er þekktur sem prímus mótorinn á bak við íslensku plötuútgáfuna Thule Records. Thule Records hefur risið úr dvala upp á síðkastið og ferðast Þórhallur þessi misserin út um allan heim og spilar á vinsælum klúbbum.Hér eru nánari upplýsingar um kvöldið. Hægt er að fá forsmekkinn með því að hlusta á „Electro Shock“-syrpu frá Bigga veiru hér fyrir neðan.Hér fyrir neðan má síðan heyra flotta syrpu frá Thor.
Tengdar fréttir GusGus frumsýnir myndband við fyrsta lagið af nýju plötunni Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. 29. júní 2017 17:45 GusGus á Airwaves í ár 40 ný atriði tilkynnt fyrir tónlistarhátíðina. 10. ágúst 2017 11:36 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
GusGus frumsýnir myndband við fyrsta lagið af nýju plötunni Hljómsveitin GusGus, sem skipuð er þeim Bigga Veiru og Daníel Ágúst, sendir í dag frá sér myndband við lag af nýrri plötu sem kemur út í haust. 29. júní 2017 17:45