Innlent

Stormur á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þá höfuðborgarsvæðið sleppi við mesta strenginn gæti blásið ágætlega á suðvesturhornið annað kvöld.
Þá höfuðborgarsvæðið sleppi við mesta strenginn gæti blásið ágætlega á suðvesturhornið annað kvöld. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan býst við við stormi sunnantil á landinu á morgun, með mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Verður vindhraðinn á bilinu 15 til 25 m/s, hvassast við suðurströndina.

Í öðrum landshlutum er gert ráð fyrir suðaustan 5 til 13 m/s og rigningu eða skúrum í dag. Þó verður úrkomulítið norðaustantil. Hitinn verður á bilinu 7 til 13 stig. Vindur mun aukast eftir því sem líður á morgundaginn og gæti orðið um 13 til 20 m/s annað kvöld. Hitinn á morgun verður á bilinu 8 til 15 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Gengur í austan 18-23 m/s, fyrst S-lands. Talsverð rigning, en mikil úrkoma á SA-verðu landinu. Hiti 8 til 15 stig.

Á sunnudag:

Hvöss suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið N-lands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á NA-landi. Hægari vindur og skúrir um kvöldið.

Á mánudag:

Allhvöss suðaustanátt og fer að rigna á S-verðu landinu, en þurrt norðan heiða. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Suðaustanátt með rigningu og mildu veðri, en úrkomulítið N-lands.

Á fimmtudag:

Austlæg átt og víða rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×