Daði Freyr í aðalhlutverki í nýjum íslenskum tölvuleik Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2017 13:30 Daði Freyr sló í gegn hér á landi fyrr á árinu. Tölvuleikurinn Neon Planets sem skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðalhlutverki kemur út í App Store og Google Play föstudaginn 22. september. Skemmtilegur gagnvirkur tölvuleikur sem inniheldur þrjú ný lög eftir Daða. Leikurinn er framleiddur af íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Rosamosa ehf. og skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðahlutverki. Leikurinn innheldur þrjú splunkuný lög frá Daða Frey og má í rauninni segja að hér sé um að ræða einskonar blöndu af gagnvirkri tónlistarútgáfu og tölvuleik. Spilarinn slæst í för með Daða um litríkar neon plánetur með það að markmiði að næla í nótur sem vantar til að fullkomna lögin. Á leið sinni þarf spilarinn að forðast slæmar nótur og keppast við að næla sér í stig og verðlaun. Daði Freyr skaust heldur betur upp á stjörnuhimininn eftir þáttöku sína í undankeppni Eurovision þar sem hann sló eftirminnilega í gegn ásamt hljómsveitinni Gagnamagninu. Daði Freyr er þessa dagana búsettur í Berlín með Árnýju Fjólu en hann vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu EP plötu auk þess sem hann sem tónlist fyrir auglýsingar og stuttmyndir. Tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi ehf. hefur getið sér gott orð fyrir framleiðslu á tónlistartölvuleikjum fyrir börn undir nafninu Mussila. Neon Planets ft. Daði Freyr er fyrsti leikurinn í nýrri vörulínu sem höfðar til eldri spilara þó prófanir hafi leitt í ljós að börn hafi ekki síður gaman af en fullorðnir. Leikjavísir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tölvuleikurinn Neon Planets sem skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðalhlutverki kemur út í App Store og Google Play föstudaginn 22. september. Skemmtilegur gagnvirkur tölvuleikur sem inniheldur þrjú ný lög eftir Daða. Leikurinn er framleiddur af íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Rosamosa ehf. og skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðahlutverki. Leikurinn innheldur þrjú splunkuný lög frá Daða Frey og má í rauninni segja að hér sé um að ræða einskonar blöndu af gagnvirkri tónlistarútgáfu og tölvuleik. Spilarinn slæst í för með Daða um litríkar neon plánetur með það að markmiði að næla í nótur sem vantar til að fullkomna lögin. Á leið sinni þarf spilarinn að forðast slæmar nótur og keppast við að næla sér í stig og verðlaun. Daði Freyr skaust heldur betur upp á stjörnuhimininn eftir þáttöku sína í undankeppni Eurovision þar sem hann sló eftirminnilega í gegn ásamt hljómsveitinni Gagnamagninu. Daði Freyr er þessa dagana búsettur í Berlín með Árnýju Fjólu en hann vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu EP plötu auk þess sem hann sem tónlist fyrir auglýsingar og stuttmyndir. Tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi ehf. hefur getið sér gott orð fyrir framleiðslu á tónlistartölvuleikjum fyrir börn undir nafninu Mussila. Neon Planets ft. Daði Freyr er fyrsti leikurinn í nýrri vörulínu sem höfðar til eldri spilara þó prófanir hafi leitt í ljós að börn hafi ekki síður gaman af en fullorðnir.
Leikjavísir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira