Báðar með eitthvað fígúratíft í blóðinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 11:15 Brynhildur myndhöggvari og Guðrún málari fóru saman í gegnum Myndlistarskólann. Nú ætla þær að sýna saman. „Ég er með trónur og tryllinga. Það eru verur. Sýningin heitir líka Verulegar, við Guðrún erum báðar með eitthvað fígúratíft í blóðinu. Þó erum við líka dálítið veikar fyrir landslagi og steinum – enda eru verurnar þaðan.“ Þetta segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður, spurð út í sýninguna sem hún og Guðrún Tryggvadóttir, kollegi hennar, opna í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 15. Brynhildur er stödd á vinnustofu sinni í Reykjavík og strax farin að vinna í næsta verkefni. Segir þó verið að stilla sýningunni upp í Hveragerði. „En eitt útiverk eftir mig verður flutt austur í fyrramálið (í dag) með kranabíl. Það er 6,5 tonn. Þá fer ég líka og lít yfir. Annars sér Inga um þetta allt saman. Það er þægilegt.“ Ingan er að sjálfsögðu safnstjórinn, Inga Jónsdóttir, sem Brynhildur segir hafa skýra sýn á það hvernig öllu sé best fyrir komið. „Guðrún er týpískur listmálari og ég týpískur myndhöggvari, við fáum stórt pláss og erum fínar þarna saman.“ Listakonurnar tengjast bæði að fornu og nýju. Brynhildur ólst upp á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, Guðrún á ættir að rekja í sama hrepp. Þær voru samferða gegnum Myndlista- og handíðaskólann 1974 og hittust aftur níu árum síðar, eftir framhaldsnám hvor í sinni heimsálfu. Þá á Hringbraut 119 þar sem myndlistarmenn og pönkarar höfðust við og einbeittu sér að andstöðu við hefðbundna list þess tíma. Brynhildur segir fáein verk frá þessum umbrotatímum vera á sýningunni, en flest séu þau frá síðustu þremur árum. Listasafn Árnesinga er opið frá 12 til 18 alla daga í september en fimmtudaga til sunnudaga frá og með 1. október. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er með trónur og tryllinga. Það eru verur. Sýningin heitir líka Verulegar, við Guðrún erum báðar með eitthvað fígúratíft í blóðinu. Þó erum við líka dálítið veikar fyrir landslagi og steinum – enda eru verurnar þaðan.“ Þetta segir Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður, spurð út í sýninguna sem hún og Guðrún Tryggvadóttir, kollegi hennar, opna í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á laugardaginn klukkan 15. Brynhildur er stödd á vinnustofu sinni í Reykjavík og strax farin að vinna í næsta verkefni. Segir þó verið að stilla sýningunni upp í Hveragerði. „En eitt útiverk eftir mig verður flutt austur í fyrramálið (í dag) með kranabíl. Það er 6,5 tonn. Þá fer ég líka og lít yfir. Annars sér Inga um þetta allt saman. Það er þægilegt.“ Ingan er að sjálfsögðu safnstjórinn, Inga Jónsdóttir, sem Brynhildur segir hafa skýra sýn á það hvernig öllu sé best fyrir komið. „Guðrún er týpískur listmálari og ég týpískur myndhöggvari, við fáum stórt pláss og erum fínar þarna saman.“ Listakonurnar tengjast bæði að fornu og nýju. Brynhildur ólst upp á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi, Guðrún á ættir að rekja í sama hrepp. Þær voru samferða gegnum Myndlista- og handíðaskólann 1974 og hittust aftur níu árum síðar, eftir framhaldsnám hvor í sinni heimsálfu. Þá á Hringbraut 119 þar sem myndlistarmenn og pönkarar höfðust við og einbeittu sér að andstöðu við hefðbundna list þess tíma. Brynhildur segir fáein verk frá þessum umbrotatímum vera á sýningunni, en flest séu þau frá síðustu þremur árum. Listasafn Árnesinga er opið frá 12 til 18 alla daga í september en fimmtudaga til sunnudaga frá og með 1. október. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira