Guðlaugur Þór í hringiðu baráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. september 2017 10:00 Guðlaugur Þór Þórðarson hefur styrkt stöðu sína verulega innan Sjálfstæðisflokksins frá hruni og bakland hans er sterkt. Vísir/Vilhelm Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira
Allt hverfist nú um Guðlaug Þór Þórðarson í hringiðu valdabaráttunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Varaformannskjör er enn óráðið og skiptar skoðanir eru um hvort bjóða eigi fram óbreytta framboðslista fyrir kosningar. Skörp skil virðast vera milli forystu flokksins annars vegar og flokksfélaganna í Reykjavík, helsta vígi Guðlaugs Þórs, hins vegar. Stíft er fundað í flokknum þessa dagana. Landsfundi hefur verið frestað fram í mars vegna boðaðra kosninga. Ekki liggur hins vegar fyrir hvort flokksráð verður kallað saman fyrir kosningar til að kjósa varaformann, eða hvort flokkurinn fer án varaformanns í kosningabaráttuna. Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru helst orðuð við embætti varaformanns.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er sterklega orðuð við embætti varaformanns. Margir gera skýlausa kröfu um að kona gegni embættinu meðan karlmaður er í brúnni.vísir/ernirSjálfstæðismenn í Reykjavík hafa lagt mikla áherslu á að varaformaður verði kjörinn fyrir kosningar. Flokksforystan og stuðningsmenn Þórdísar vilja bíða landsfundar. Hörð barátta er einnig í uppsiglinu um oddvitasæti í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Guðlaugur Þór er talinn öruggur í oddvitasæti annars kjördæmisins en hitt kjördæmið er oddvitalaust eftir fráfall Ólafar Nordal. Forysta flokksins hefur lagt áherslu á að bjóða eigi fram óbreytta lista eða því sem næst, herma heimildir Fréttablaðsins. Verði þeirri línu fylgt í Reykjavík ætti Brynjar Níelsson að færast upp í fyrsta sætið í Reykjavík suður við hlið Guðlaugs sem mun án efa leiða norðurlistann. Það eru hins vegar kjördæmaráðin en ekki flokksforystan, sem ákveða hvernig raðað verður á framboðslista kjördæmanna. Í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélags Reykjavíkur, er alls óvíst að vilji forystunnar verði látinn ráða. Sterkur vilji er til þess að sá sem fylla mun skarð Ólafar fái lýðræðislegt umboð til að leiða lista.Áslaug Arna, sem náði ritaraembættinu af Guðlaugi Þór á síðasta landsfundi, fundar nú með forystu flokksins um varaformannskjörið. Fréttablaðið/StefánÞá er allt opið. Brynjar gæti þurft að víkja öðru sinni fyrir Sigríði Andersen, en margir stuðningsmanna Brynjars töldu ranglega fram hjá honum gengið þegar Sigríður var skipuð dómsmálaráðherra í febrúar síðastliðnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þykir einnig eiga tilkall til forystu, enda ritari flokksins og næstráðandi Bjarna Benediktssonar meðan enginn varaformaður hefur verið valinn. Brynjar og Áslaug voru í 2. sæti sitt á hvorum lista fyrir síðustu kosningar en Sigríður var í 3. sæti á eftir Brynjari. Þá heyrast einnig þær raddir ferskir vindar þurfi að fá að blása um forystuna í Reykjavík og eru nöfn aðstoðarmanna bæði Bjarna og Guðlaugs sterklega orðuð við framboð, jafnvel í forystusæti. Sirrý Hallgrímsdóttir er einnig sögð íhuga framboð í Reykjavík eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Sjá meira