Sjálfstæðisflokkur til í að endurskoða stjórnarskrána í áföngum Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2017 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45