Fasteignamat eignarinnar er 43,9 milljónir en um er að ræða 163 fermetra raðhús sem var byggt árið 2000. Inni í því eru þrjú svefnherbergi. Raðhúsið er við enda með fallegum palli og heitum potti á eftirsóttum stað á Álftanesi.
Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlandsins á mbl.is, og Páll Winkel, trúlofuðu sig fyrr á þessu ári.
Hér að neðan má sjá myndir af eign Páls en bæði Páll og Marta greina frá sölunni á Facebook eins og sjá má hér að neðan. Af orðum Mörtu má gera ráð fyrir að þau séu að flytja inn saman.







