Krataákallið Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2017 07:00 Í kosningabaráttunni fram undan er leikurinn fyrir fram ójafn enda hafa smáflokkar og nýstofnaðir flokkar ekki sömu innviði og rótgróin stjórnmálaöfl til að undirbúa sig. Í galopinni stöðu styrkir það Sjálfstæðisflokkinn að sósíaldemókratar hafa sem fyrr tvístrast út um allt á leiksviði stjórnmálanna. Það myndi styrkja stöðu íslenska vinstrisins að lúta sameinaðri forystu. Það var tilraun sem var reynd hér á landi með ágætum árangri í 15 ár áður en henni lauk með sjálfsprottinni eyðileggingu og innanmeinum hjá Samfylkingunni. Á Íslandi var 7,2 prósenta hagvöxtur á síðasta ári og hefur framleiðniaukningin hvergi verið meiri í álfunni á síðustu árum. Atvinnuleysi er lítið, skuldir ríkisins hafa kerfisbundið verið lækkaðar og staða og horfur í efnahagsmálum eru bjartar ef vinnumarkaðurinn er undanskilinn. Það er samt engum vafa undirorpið að það eru hópar í íslensku samfélagi sem upplifa sig jaðarsetta. Hér má nefna lágtekjufólk, aldraða og öryrkja. Fatlaðir hafa í mörg ár beðið eftir löggjöf um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) en um er að ræða þjónustuform sem tryggir fötluðu fólki sjálfstæði í eigin lífi. Sú staðreynd að löggjafinn hefur ekki enn þá afgreitt frumvarp um NPA hlýtur að vera persónuleg vonbrigði fyrir félagsmálaráðherra. Ef hann hefur á annað borð einhvern áhuga á málaflokknum sem hann stýrir. Í þessu andrúmslofti er rík eftirspurn eftir flokkum með sósíaldemókratískar áherslur. Meðal annars af þessari ástæðu hefur Flokkur fólksins sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum. Sú staðreynd að vinstriflokkarnir eru tvístraðir hjálpar hægriflokkunum. Ákall forsætisráðherra um sterk stjórnmál og trúverðuga forystu fær byr undir báða vængi þegar andstaðan er tvístruð, veik og aum og lætur stefnuna markast af vindum þjóðfélagsumræðunnar. Fylgishrun Samfylkingarinnar er efni í félagsvísindarannsókn. Flokkurinn fékk 31 prósent í alþingiskosningunum 2003 tapaði en tapaði tveimur þriðju hlutum fylgis síns á áratug. Á sama tíma og flokkurinn barðist fyrir umdeildum málum í síðustu vinstri stjórn logaði flokkurinn í innbyrðis átökum. Pínleg úrslit síðustu kosninga voru kannski viðeigandi niðurlag þessarar sögu. Eins og staðan er núna er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskoraður leiðtogi jafnaðarmanna á Íslandi. Vilji hún hins vegar hefja VG til flugs verður hún að breikka málefnastöðu flokksins og snúa umræðunni að efnislegu inntaki ójöfnuðar á Íslandi. Kjósendur skrifa ekki upp á skattahækkanir án sannfæringar fyrir nauðsyn þeirra. Beina þarf kastljósinu að hinum raunverulega vanda velferðarkerfisins. Setja þarf málflutning um vanda sem fylgir ójöfnuði á Íslandi í trúverðugan búning. Fólk þarf að skynja og upplifa vandann til að trúa tilvist hans. Á Íslandi er ekki frjór jarðvegur fyrir stjórnmál öfundar þar sem málflutningurinn gengur út á skattahækkanir í þeim eina tilgangi að eyða ójöfnuði ef skaðlegar afleiðingar hans eru ekki sýnilegar. Ef Katrínu tekst ekki þetta verkefni verður flokkur hennar aldrei raunveruleg fjöldahreyfing sem getur ógnað Sjálfstæðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Í kosningabaráttunni fram undan er leikurinn fyrir fram ójafn enda hafa smáflokkar og nýstofnaðir flokkar ekki sömu innviði og rótgróin stjórnmálaöfl til að undirbúa sig. Í galopinni stöðu styrkir það Sjálfstæðisflokkinn að sósíaldemókratar hafa sem fyrr tvístrast út um allt á leiksviði stjórnmálanna. Það myndi styrkja stöðu íslenska vinstrisins að lúta sameinaðri forystu. Það var tilraun sem var reynd hér á landi með ágætum árangri í 15 ár áður en henni lauk með sjálfsprottinni eyðileggingu og innanmeinum hjá Samfylkingunni. Á Íslandi var 7,2 prósenta hagvöxtur á síðasta ári og hefur framleiðniaukningin hvergi verið meiri í álfunni á síðustu árum. Atvinnuleysi er lítið, skuldir ríkisins hafa kerfisbundið verið lækkaðar og staða og horfur í efnahagsmálum eru bjartar ef vinnumarkaðurinn er undanskilinn. Það er samt engum vafa undirorpið að það eru hópar í íslensku samfélagi sem upplifa sig jaðarsetta. Hér má nefna lágtekjufólk, aldraða og öryrkja. Fatlaðir hafa í mörg ár beðið eftir löggjöf um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) en um er að ræða þjónustuform sem tryggir fötluðu fólki sjálfstæði í eigin lífi. Sú staðreynd að löggjafinn hefur ekki enn þá afgreitt frumvarp um NPA hlýtur að vera persónuleg vonbrigði fyrir félagsmálaráðherra. Ef hann hefur á annað borð einhvern áhuga á málaflokknum sem hann stýrir. Í þessu andrúmslofti er rík eftirspurn eftir flokkum með sósíaldemókratískar áherslur. Meðal annars af þessari ástæðu hefur Flokkur fólksins sótt í sig veðrið í skoðanakönnunum. Sú staðreynd að vinstriflokkarnir eru tvístraðir hjálpar hægriflokkunum. Ákall forsætisráðherra um sterk stjórnmál og trúverðuga forystu fær byr undir báða vængi þegar andstaðan er tvístruð, veik og aum og lætur stefnuna markast af vindum þjóðfélagsumræðunnar. Fylgishrun Samfylkingarinnar er efni í félagsvísindarannsókn. Flokkurinn fékk 31 prósent í alþingiskosningunum 2003 tapaði en tapaði tveimur þriðju hlutum fylgis síns á áratug. Á sama tíma og flokkurinn barðist fyrir umdeildum málum í síðustu vinstri stjórn logaði flokkurinn í innbyrðis átökum. Pínleg úrslit síðustu kosninga voru kannski viðeigandi niðurlag þessarar sögu. Eins og staðan er núna er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskoraður leiðtogi jafnaðarmanna á Íslandi. Vilji hún hins vegar hefja VG til flugs verður hún að breikka málefnastöðu flokksins og snúa umræðunni að efnislegu inntaki ójöfnuðar á Íslandi. Kjósendur skrifa ekki upp á skattahækkanir án sannfæringar fyrir nauðsyn þeirra. Beina þarf kastljósinu að hinum raunverulega vanda velferðarkerfisins. Setja þarf málflutning um vanda sem fylgir ójöfnuði á Íslandi í trúverðugan búning. Fólk þarf að skynja og upplifa vandann til að trúa tilvist hans. Á Íslandi er ekki frjór jarðvegur fyrir stjórnmál öfundar þar sem málflutningurinn gengur út á skattahækkanir í þeim eina tilgangi að eyða ójöfnuði ef skaðlegar afleiðingar hans eru ekki sýnilegar. Ef Katrínu tekst ekki þetta verkefni verður flokkur hennar aldrei raunveruleg fjöldahreyfing sem getur ógnað Sjálfstæðisflokknum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun