Lygar, skömm og leyndarmál Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. október 2017 12:00 Elle Marja er 14 ára samísk stelpa sem gætir hreindýra. Þegar hún upplifir kynþáttafordóma í heimavistarskólanum sínum fer hana að dreyma um annað líf. Til að öðlast það þarf hún að verða önnur manneskja og slíta tengslin við fjölskyldu sína og menningu. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar Sami Blood sem Amanda Kernell leikstýrir. Myndin vann Europa Cinemas Label og FEDEORA verðlaunin í Feneyjum og er sýnd á RIFF í ár.Amanda Kernell leikstjóri Sami BloodCarla Orrego VelizKvikmyndin er persónulegt verk Amöndu. „Í fjölskyldu minni eru nokkrir af eldri kynslóð Sama sem afneita uppruna sínum og menningu. Þeir ólust upp í fjöllunum og gættu hreindýrahjarða og töluðu samísku. Seinna fóru þeir í heimavistarskóla þar sem þeim var eingöngu leyft að tala sænsku. Í dag bera þeir önnur nöfn og segjast sænskir og hafa ekki talað við systkini sín síðan á sjöunda áratugnum. Þetta er ekki einsdæmi. Þetta er það sem einkennir þessa kynslóð Sama,“ segir Amanda. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér af hverju þeir ákváðu að slíta tengslin og breytast. Getur þú orðið önnur manneskja? Hvað verður um þig ef þú slítur tengsl við fortíðina, menningu og sögu?“ spyr Amanda og segir kvikmyndina ástaróð til eldri kynslóða Sama. „Bæði til þeirra sem slitu á öll tengsl og þeirra sem urðu eftir,“ segir Amanda. „Ég vildi búa til kvikmynd þar sem við skyggnumst inn í samfélag Sama og skoðum þessa skammarlegu meðferð Svía. Ég vildi gera þroskasögu sem er jafn hrá, ofbeldisfull og falleg og sú tilfinning að vaxa úr grasi,“segir Amanda. Kvikmyndin Sami Blood er persónulegt verk Amöndu Kernell.Amanda segir meginþráð í verkum sínum fjalla um lygar, skömm og leyndarmál. „Ég geri kvikmyndir til að skilja heiminn og fólkið í kringum mig. Hver einasta mynd sem ég geri er yfirlýsing um ást til einhvers sem stendur mér nærri. Ég vil setja mig í spor fólks, segir Amanda en hennar næsta verk mun fjalla um forræðisdeilu. RIFF Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Elle Marja er 14 ára samísk stelpa sem gætir hreindýra. Þegar hún upplifir kynþáttafordóma í heimavistarskólanum sínum fer hana að dreyma um annað líf. Til að öðlast það þarf hún að verða önnur manneskja og slíta tengslin við fjölskyldu sína og menningu. Þetta er söguþráður kvikmyndarinnar Sami Blood sem Amanda Kernell leikstýrir. Myndin vann Europa Cinemas Label og FEDEORA verðlaunin í Feneyjum og er sýnd á RIFF í ár.Amanda Kernell leikstjóri Sami BloodCarla Orrego VelizKvikmyndin er persónulegt verk Amöndu. „Í fjölskyldu minni eru nokkrir af eldri kynslóð Sama sem afneita uppruna sínum og menningu. Þeir ólust upp í fjöllunum og gættu hreindýrahjarða og töluðu samísku. Seinna fóru þeir í heimavistarskóla þar sem þeim var eingöngu leyft að tala sænsku. Í dag bera þeir önnur nöfn og segjast sænskir og hafa ekki talað við systkini sín síðan á sjöunda áratugnum. Þetta er ekki einsdæmi. Þetta er það sem einkennir þessa kynslóð Sama,“ segir Amanda. „Ég hef alltaf velt því fyrir mér af hverju þeir ákváðu að slíta tengslin og breytast. Getur þú orðið önnur manneskja? Hvað verður um þig ef þú slítur tengsl við fortíðina, menningu og sögu?“ spyr Amanda og segir kvikmyndina ástaróð til eldri kynslóða Sama. „Bæði til þeirra sem slitu á öll tengsl og þeirra sem urðu eftir,“ segir Amanda. „Ég vildi búa til kvikmynd þar sem við skyggnumst inn í samfélag Sama og skoðum þessa skammarlegu meðferð Svía. Ég vildi gera þroskasögu sem er jafn hrá, ofbeldisfull og falleg og sú tilfinning að vaxa úr grasi,“segir Amanda. Kvikmyndin Sami Blood er persónulegt verk Amöndu Kernell.Amanda segir meginþráð í verkum sínum fjalla um lygar, skömm og leyndarmál. „Ég geri kvikmyndir til að skilja heiminn og fólkið í kringum mig. Hver einasta mynd sem ég geri er yfirlýsing um ást til einhvers sem stendur mér nærri. Ég vil setja mig í spor fólks, segir Amanda en hennar næsta verk mun fjalla um forræðisdeilu.
RIFF Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira