Sjáðu fyrsta brotið úr Leitinni að upprunanum: Endurskipuleggur þættina vegna nýrra upplýsinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. október 2017 10:30 Leitin að upprunanum verður frumsýnd á Stöð 2 næsta sunnudagskvöld. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum. Leitin að upprunanum Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir taldi sig vera að ljúka vinnu við nýja syrpu Leitarinnar að upprunanum sem verður tekin til sýninga næstkomandi sunnudagskvöld. Nýjar upplýsingar settu hins vegar allt á hliðina og Sigrún Ósk þurfti snarlega að endurskipuleggja vinnu fyrir þættina aðeins viku fyrir frumsýningu. „Eftir síðustu þáttaröð vorum við mjög meðvituð um að það getur allt gerst og við völdum ekki beint einföldustu málin,“ segir Sigrún Ósk sem segir vinnu við þættina geta verið mikla keyrslu. Sérstaklega á lokametrunum. „Enda getur rannsóknarvinnan tekið mjög langan tíma. Þegar henni lýkur tekur svo við að skipuleggja flókin ferðalög, tökur og svo þarf að klippa allt saman,“ segir Sigrún Ósk í spjalli við blaðamann. Það kemur svo í ljós í einum þáttanna hvers vegna það var sem hún þurfti að dvelja lengur erlendis en áætlað var. „Það sem maður kemur sér í. Ég fæ kannski að nýta tækifærið og þakka Icelandair sérstaklega fyrir einstakt langlundargeð. Það hefur þurft að gera ýmislegt með skömmum fyrirvara og þeir hafa aðstoðað okkur af fremsta megni við að láta allt ganga upp.“ Sigrún Ósk segir að í þáttaröðinni sé fjallað um svipuð mál og áður þó að hver saga sé auðvitað einstök. „Núna erum við reyndar líka með sögu af ungri konu sem er búin að leita að breskum föður sínum í 10 ár. Það eru sem sagt ekki allir ættleiddir til Íslands eins og var síðast. Saga hennar er lyginni líkust og er einmitt í fyrsta þætti,“ segir Sigrún Ósk og vísar í sögu Lindu Rutar Sigríðardóttur. „Talandi um það þá hugsa ég stundum í þessari þáttagerð að ég þurfi að fara að draga úr svo fólk haldi ekki að ég sé að ljúga! Sumt af því sem kemur upp á er hreinlega þannig að maður hefur varla hugmyndaflug í að skálda það.“ En ertu ekki andlega búin á því eftir svona þáttagerð? „Stutta svarið er: Jú!“ Hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum.
Leitin að upprunanum Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira