Lokatölur úr Laxá í Mývatnssveit Karl Lúðvíksson skrifar 9. október 2017 11:00 Fallegur urriði úr Laxá í Mývatnssveit Mynd: SVFR Laxá í Mývatnssveit er án efa eitt vinsælasta urriðasvæði á landsinu og margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé eitt besta urriðaveiðisvæði í heimi. Veiði er lokið á svæðinuog lokatölur liggja nú fyrir. Samtals voru færðir til bókar 3.284 fiskar á svæðinu en veitt er á 14 stangir. Þar af var ríflega helmingur aflans 50 cm eða stærri eða samtals 1.649 fiskar. Yfir 60 cm voru skráðir 181 fiskur, stærstir tveir sem mældir voru 70 cm. Mest var veiðin á Helluvaði eða 723 fiskar og þar var stærsti fiskurinn 67 cm. Þessir tveir stærstu fengust hins vegar í Geldingaey annars vegar og Arnarvatni hins vegar. Það var mál manna að fiskurinn væri sérstaklega vel haldinn í sumar og það veit á gott fyrir komandi ár. Vinsældir svæðisins eru alltaf miklar og margir veiðihópar sem koma þangað árlega og hafa sína daga, eins og gengur og gerist, fastbókaða í veiðidagatalinu. Nú þegar eru þeir sem ætla sér að fara norður á næsta veiðisumri búnir að tryggja sér daga og ekki seinna vænna fyrir þá sem ætla að skella sér að gera slíkt hið sama. Fyrstu vikurnar eru vinsælastar að venju en margir veiðimenn sem þekkja svæðið vel eru þó á því að frá miðju sumri og til loka sé skemmtilegasti tíminn þá þá er þurrflugan það sem fiskurinn vill taka best og það er fátt eins gaman og að sjá fallegann urriða velta sér á þurrflugu. Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði
Laxá í Mývatnssveit er án efa eitt vinsælasta urriðasvæði á landsinu og margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé eitt besta urriðaveiðisvæði í heimi. Veiði er lokið á svæðinuog lokatölur liggja nú fyrir. Samtals voru færðir til bókar 3.284 fiskar á svæðinu en veitt er á 14 stangir. Þar af var ríflega helmingur aflans 50 cm eða stærri eða samtals 1.649 fiskar. Yfir 60 cm voru skráðir 181 fiskur, stærstir tveir sem mældir voru 70 cm. Mest var veiðin á Helluvaði eða 723 fiskar og þar var stærsti fiskurinn 67 cm. Þessir tveir stærstu fengust hins vegar í Geldingaey annars vegar og Arnarvatni hins vegar. Það var mál manna að fiskurinn væri sérstaklega vel haldinn í sumar og það veit á gott fyrir komandi ár. Vinsældir svæðisins eru alltaf miklar og margir veiðihópar sem koma þangað árlega og hafa sína daga, eins og gengur og gerist, fastbókaða í veiðidagatalinu. Nú þegar eru þeir sem ætla sér að fara norður á næsta veiðisumri búnir að tryggja sér daga og ekki seinna vænna fyrir þá sem ætla að skella sér að gera slíkt hið sama. Fyrstu vikurnar eru vinsælastar að venju en margir veiðimenn sem þekkja svæðið vel eru þó á því að frá miðju sumri og til loka sé skemmtilegasti tíminn þá þá er þurrflugan það sem fiskurinn vill taka best og það er fátt eins gaman og að sjá fallegann urriða velta sér á þurrflugu.
Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði