Fóru hringinn á rafbílum Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2017 10:15 Englendingarnir Stuart McBain og Mark Gorecki hlóðu bílanna á ON hlöðu á ÓB stöðinni á Selfossi áður en þeir lögðu af stað í lokakaflann til Reykjavíkur. Með þeim í för var móðir Stuart, Anita McBain 81 árs. Englendingarnir Stuart McBain og Mark Gorecki komu til baka til Reykjavíkur í gær eftir að hafa ekið hringinn í kringum landið á tveimur rafbílum. Rafbílakastur þeirra félaga var í tengslum við rástefnuna Charge - Energy Branding haldin er í Hörpu í annað sinn 9. og 10 október. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvöll fyrir orkufyrirtæki og aðila tengda orku sem hafa það að markmiði að láta orkufyrirtæki tengja betur við fólk í gegnum mörkun (e. branding). Annar Englendinganna ók Nissan Leaf frá BL og hinn ók Kia Soul EV frá Öskju. Bílarnir eru báðir óbreyttir og engar vararafhlöður voru með í för. ,,Ferðin gekk ljómandi vel og það var mjög gaman að aka um þetta fallega land en við fórum hringinn á átta dögum. Það var ekki síðra að aka um á rafbílum sem er sérlega umhverfisvænn og hagkvæmur samgöngumáti. Við vorum ánægðir að að víða var hægt að hlaða bílanna á hlöðum frá ON og hraðhleðslurnar komu að sérlega góðum notum. Við gátum þá hlaðið bílana á 20-30 mínútum og haldið för okkar áfram. Við hlóðum einnig á veitingastöðum og hótelum þar sem ekki voru ON hlöður en á lokakaflanum um Suðurlandið gátum við hlaðið á fjórum ON hraðhleðslum á Kirkjubæjarklaustri, Vík, Hvolsvelli og svo á Selfossi sem var mikill kostur," segir Stuart. Þeir hlóðu síðustu hleðsluna í ON hraðhleðslu á Olís þjónustustöðinni á Selfossi og keyrðu síðan lokarúntinn í bæinn. Móðir Stuart, Anita McBain, var með félögum á ferðalaginu en hún er 81 árs. Stuart og Mark fyrstir að keyra í kringum Bretland á rafbíl og stefna næst að keyra eftir Miðbaug á rafbílum. Aðspurðir um fallegustu staði á Íslandi að þeirra mati sögðu þeir að Stykkishólmur og Akureyri væru sérlega fallegir bæir og nefndu auk þess Mývatn, Skóga og Vík sem fallega staði. ,,Þið Íslendingar eigið yndislega fallegt land. Það er gaman að hafa komið hingað og ekið hringinn. Við erum hæstánægðir með ferðina og móttökurnar sem voru alls staðar til fyrirmyndar hvar sem við komum," segir Mark. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Englendingarnir Stuart McBain og Mark Gorecki komu til baka til Reykjavíkur í gær eftir að hafa ekið hringinn í kringum landið á tveimur rafbílum. Rafbílakastur þeirra félaga var í tengslum við rástefnuna Charge - Energy Branding haldin er í Hörpu í annað sinn 9. og 10 október. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðuvöll fyrir orkufyrirtæki og aðila tengda orku sem hafa það að markmiði að láta orkufyrirtæki tengja betur við fólk í gegnum mörkun (e. branding). Annar Englendinganna ók Nissan Leaf frá BL og hinn ók Kia Soul EV frá Öskju. Bílarnir eru báðir óbreyttir og engar vararafhlöður voru með í för. ,,Ferðin gekk ljómandi vel og það var mjög gaman að aka um þetta fallega land en við fórum hringinn á átta dögum. Það var ekki síðra að aka um á rafbílum sem er sérlega umhverfisvænn og hagkvæmur samgöngumáti. Við vorum ánægðir að að víða var hægt að hlaða bílanna á hlöðum frá ON og hraðhleðslurnar komu að sérlega góðum notum. Við gátum þá hlaðið bílana á 20-30 mínútum og haldið för okkar áfram. Við hlóðum einnig á veitingastöðum og hótelum þar sem ekki voru ON hlöður en á lokakaflanum um Suðurlandið gátum við hlaðið á fjórum ON hraðhleðslum á Kirkjubæjarklaustri, Vík, Hvolsvelli og svo á Selfossi sem var mikill kostur," segir Stuart. Þeir hlóðu síðustu hleðsluna í ON hraðhleðslu á Olís þjónustustöðinni á Selfossi og keyrðu síðan lokarúntinn í bæinn. Móðir Stuart, Anita McBain, var með félögum á ferðalaginu en hún er 81 árs. Stuart og Mark fyrstir að keyra í kringum Bretland á rafbíl og stefna næst að keyra eftir Miðbaug á rafbílum. Aðspurðir um fallegustu staði á Íslandi að þeirra mati sögðu þeir að Stykkishólmur og Akureyri væru sérlega fallegir bæir og nefndu auk þess Mývatn, Skóga og Vík sem fallega staði. ,,Þið Íslendingar eigið yndislega fallegt land. Það er gaman að hafa komið hingað og ekið hringinn. Við erum hæstánægðir með ferðina og móttökurnar sem voru alls staðar til fyrirmyndar hvar sem við komum," segir Mark.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent