Aukinn straumur ferðamanna kallaði á nýja stöð Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2017 09:00 Jökull og Auður Ingvarsbörn afhentu Steinari Sigtryggssyni, útibússtjóra Olís á Suðurnesjum, lykil sem Auður perlaði í tilefni opnunar ÓB stöðvarinnar. Þau sjást hér ásamt Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís. Olíuverzlun Íslands opnaði í dag nýja ÓB stöð við Aðalgötu 62 í Reykjanesbæ við skemmtilega athöfn. Jökull og Auður Ingvarsbörn afhentu Steinari Sigtryggssyni, útibússtjóra Olís á Suðurnesjum, lykil sem Auður perlaði í tilefni opnunar ÓB stöðvarinnar. Nýja stöðin er sjálfsafgreiðslustöð sem býður upp á gott og einfalt aðgengi að eldsneytissjálfsölum. ,,Það er sérlega ánægjulegt að opna þessa nýju og flottu ÓB stöð í hjarta Reykjanesbæjar á 90 ára afmæli Olíuverzlunar Íslands. Með auknum straumi ferðamanna til landsins hefur þörfin aukist fyrir nýja stöð í Reykjanesbæ. Við erum með opnun þessarar stöðvar að auka mjög þjónustu við ferðamenn, sem margir aka um á bílaleigubílum, en ekki síður við íbúa á svæðinu og alla þá heimamenn sem starfa við ferðaþjónustu á Keflavíkursvæðinu og þá sérstaklega í Leifsstöð. Markmiðið ÓB er að fjölga valkostum í eldsneytissölu á Íslandi en jafnframt að koma til móts við óskir viðskiptavina sem gjarnan vilja dæla sjálfir gegn lægra verði. Við leggjum áherslu á að stöðvarnar séu bjartar og snyrtilegar, að aðgengi að þeim sé gott og sjálfsalar einfaldir í notkun," segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Fyrsta sjálfsafgreiðslustöð ÓB var opnuð við Fjarðarkaup í Hafnarfirði árið 1996. Með nýju stöðinni á Aðalgötu er fjöldi ÓB stöðva nú 37 talsins nú víðs vegar um landið. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent
Olíuverzlun Íslands opnaði í dag nýja ÓB stöð við Aðalgötu 62 í Reykjanesbæ við skemmtilega athöfn. Jökull og Auður Ingvarsbörn afhentu Steinari Sigtryggssyni, útibússtjóra Olís á Suðurnesjum, lykil sem Auður perlaði í tilefni opnunar ÓB stöðvarinnar. Nýja stöðin er sjálfsafgreiðslustöð sem býður upp á gott og einfalt aðgengi að eldsneytissjálfsölum. ,,Það er sérlega ánægjulegt að opna þessa nýju og flottu ÓB stöð í hjarta Reykjanesbæjar á 90 ára afmæli Olíuverzlunar Íslands. Með auknum straumi ferðamanna til landsins hefur þörfin aukist fyrir nýja stöð í Reykjanesbæ. Við erum með opnun þessarar stöðvar að auka mjög þjónustu við ferðamenn, sem margir aka um á bílaleigubílum, en ekki síður við íbúa á svæðinu og alla þá heimamenn sem starfa við ferðaþjónustu á Keflavíkursvæðinu og þá sérstaklega í Leifsstöð. Markmiðið ÓB er að fjölga valkostum í eldsneytissölu á Íslandi en jafnframt að koma til móts við óskir viðskiptavina sem gjarnan vilja dæla sjálfir gegn lægra verði. Við leggjum áherslu á að stöðvarnar séu bjartar og snyrtilegar, að aðgengi að þeim sé gott og sjálfsalar einfaldir í notkun," segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Fyrsta sjálfsafgreiðslustöð ÓB var opnuð við Fjarðarkaup í Hafnarfirði árið 1996. Með nýju stöðinni á Aðalgötu er fjöldi ÓB stöðva nú 37 talsins nú víðs vegar um landið.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent