Efnahagsleg hagsæld verði að skila sér inn í velferðarkerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 22:22 Katrín Jakobsdóttir vill að almenningur njóti góðs af góðærinu. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
„Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira