Fagnaðarfundir þegar sænskur eigandi hitti íslenska hestinn sinn í fyrsta sinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2017 20:46 Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar. Hestar Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Það var falleg stund þegar Maria Anderberg, 54 ára Jazzsöngkona frá Svíþjóð mætti á hestamiðstöðina Hólaborg við Stokkseyri til að sjá í fyrsta skipti hest sem hún keypti á netinu. Hestinn sem átti að fara í sláturhús keypti Maria fyrir tveimur árum. Hún segir að augu hestsins hafi sagt henni að hún ætti að kaupa hann. Vikur, hesturinn hennar Mariu, undan heiðursverðlaunahestinum Stála frá Kjarri var úti í stóði þegar hana bar að garði. Ingimar Baldvinsson hjá hestamiðstöðinni Hólaborg fór á fjórhjólið, sótti stóðið og rak það heim í gerði. Þar var Vikur og þarna sá Maria í fyrsta skipti íslenska hestinn sem hún keypti eftir að hafa séð mynd af honum á netinu. Maria á fyrir fjóra sænska hesta, fimm ketti og þrjá hunda. Hún vinnur við markaðsmál og er jazzsöngkona í Svíþjóð. „Það var eitthvað í augnaráði hans sem benti sterklega til þess að hann passaði inn í mitt heimilislíf. Eitthvað sagði mér að hann væri mjög greindur og sjálfstæður. Þegar hestur, hundur eða köttur sýnir það getur maður bundist viðkomandi dýri sterkum tilfinningaböndum. Já, ég tel mig hafa haft á réttu að standa,“ segir Maria. „Hann lifir mjög góðu lífi hér og mér finnst ég næstum því vera grimm að fara með hann til Svíþjóðar. Það liggur samt ekkert á. Eftir að hafa verið á Íslandi finnst mér líklegt að ég komi hingað oft aftur. Ég hef orðið ástfangin af Íslandi.“ Ingimar á Hólaborg segir útlendinga undantekningalaust mjög hrifna af íslenskum hestum. „Já já, eru ótrúlega mikið með hross á Íslandi sem þau halda á Íslandi og rækta á Íslandi. Miklu meira en kannski margir halda. Skapa atvinnu í kringum þetta og hafa mjög gaman af því að geta verið á íslandi með ræktun og komist í úrvalið hjá okkur í staðinn fyrir að rækta heima,“ segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira