Netflix hækkar verð í Bandaríkjunum og Bretlandi Birgir Olgeirsson skrifar 5. október 2017 23:31 Reed Hastings, forstjóri Netflix Vísir/Getty Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma. Netflix Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að hækka verð á áskriftarleiðum sínum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að síðast hafi Netflix hækkað verð í þessum löndum fyrir tveimur árum.BBC hefur eftir talskonu Netflix að streymisveitan muni einnig hækka verð á áskrift í nokkrum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Frakklandi. Áskriftarverðið var hækkað í Kanada, Suður Ameríku og hjá nokkrum löndum í Skandinavíu fyrr á þessu ári. Hefðbundin mánaðaráskrift í Bretlandi mun hækka um hálft pund, eða 68 krónur, og fara þá í 7,99 pund, eða um ellefu hundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin, sem gerir fjórum notendum kleift að nota streymisveituna í einu, mun þó hækka um eitt pund, eða um 137 krónur, og fara þá í 9,99 pund fyrir mánuðinn, eða um þrettán hundruð íslenskar krónur. Í Bandaríkjunum mun hefðbundin mánaðaráskrift hækka um einn dollar, eða 105 íslenskar krónur, og standa í 10,99 dollurum, eða eða rúmlega ellefuhundruð íslenskar krónur. Aukaáskriftin þar í landi hækkar um tvo dollara, eða 210 íslenskar krónur, og fer þá í 13,99 dollara, eða 1.469 íslenskar krónur. Grunnáskriftin, sem býður meðal annars ekki upp á streymi í háskerpu, hækkar ekki.Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Vísir/GettyMilljarða hagnaður af 104 milljónum áskrifenda Netflix sagði frá því í júlí síðastliðnum að streymisveitan státaði af 104 milljónum áskrifenda á heimsvísu, og að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 32 prósent á seinni ársfjórðungi ársins 2017 og numið þar með 2,8 milljörðum Bandaríkjadala, eða 294 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréf í Netflix hækkuðu um fimm prósent í New York, en hækkunin í ár hefur numið 56 prósentum. Þessar verðhækkanir koma á sama tíma og Netflix horfir fram á mikla samkeppni frá Amazon Prime, Hulu og Youtube.Sex hundruð milljarðar í eigin framleiðslu Fyrirtækið hefur varið miklum fjármunum í framleiðslu á eigin efni, þar á meðal seríur á borð við The Crown, Stranger Things, House of Cards og Narcos. Á vef Hollywood Reporter kemur fram að fyrirtækið áætli að eyða sex milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 630 milljörðum íslenskra króna, í eigin framleiðslu á þessu ári.Netflix hefur einnig gefið út fjölda kvikmynda í fullri lengd, en fjörutíu slíkar koma út í ár.BBC segir eina þeirra líklega til stórræða á komandi Óskarsverðlaunahátíðinni en um er að ræða myndina Mudbound sem skartar Mary J. Blige og Carey Mulligan í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og verður aðgengileg á Netflix 17. nóvember næstkomandi en hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sama tíma.
Netflix Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira