Finnur að hann er innilega velkominn Guðný Hrönn skrifar 5. október 2017 12:00 Denique mun fagna útgáfu plötunnar á KIKI á morgun klukkan 20.00. VÍSIR/ANTON BRINK Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique mun á morgun senda frá sér hljómplötu. Hann vildi vera hér á landi þegar platan kemur út því Ísland á sérstakan stað í hjarta hans og hann dreymir um að búa hér. „Ég vildi senda plötuna, sem ber heitið Shape 1, frá mér á Íslandi af því að hér líður mér eins og heima hjá mér. Ísland er fyrsti áfangastaðurinn sem ég hef ferðast til þar sem mér fannst ég vera innilega velkominn. Þar sem ég gat verið með svartan varalit án þess að finnast ég þurfa að skammast mín og án þess að verða fyrir áreitni. Svo fannst mér eðlilegt að gefa plötuna út á Íslandi þar sem ég fékk mikinn innblástur við gerð hennar frá íslensku umhverfi.“ Denique hefur ferðast víða og kynnst fjölbreyttum samfélögum. En orkan á Íslandi heillar hann og er í sérstöku uppáhaldi. „Ég bjó í Ástralíu í eitt ár, ferðaðist um Evrópu og dvaldi um tíma í Botsvana í Afríku. Af öllum stöðum sem ég hef heimsótt þá er fólk hvað opnast í Reykjavík. Hvað varðar Kanada þá er það yfirleitt þannig að því stærri sem borgin er, því auðveldara er að vera maður sjálfur. En eftir því sem samfélögin verða minni, því síður er samþykkt að maður sé öðruvísi að mínu mati.“„Ég sjálfur kem úr litlu samfélagi og varð oft fyrir höfnun í tónlistar- og listasamfélaginu. Þess vegna er það svo góð tilbreyting að finna fyrir stuðningi frá fámennu samfélagi, eins og Íslandi.“ „Allir sem ég hef hitt á Íslandi hafa tekið mér svo vel. Það er einhver innri kraftur sem margir Íslendingar búa yfir og það hefur veitt mér innblástur til að vera staðfastur í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Denique dreymir um að búa á Íslandi í framtíðinni. „Núna er ég bara í tveggja vikna heimsókn hérna, og hef áður varið tveimur sumrum hérna. Og ég myndi elska að búa hérna til frambúðar, það er draumur og markmið sem ég hef sett mér. Ég veit að það mun gerast í framtíðinni. Denique hefur tekist að búa sér til öflugt tengslanet hér á landi og það þykir honum magnað. „Á mínum yngri árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi einhvern tímann fá tækifæri til að dvelja í Reykjavík, eignast vini hérna og fagna útgáfu hljómplötu hérna.“ Þess má geta að útgáfuboð fyrir plötu Denique verður á KIKI á morgun klukkan 20.00 og eru allir velkomnir. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique mun á morgun senda frá sér hljómplötu. Hann vildi vera hér á landi þegar platan kemur út því Ísland á sérstakan stað í hjarta hans og hann dreymir um að búa hér. „Ég vildi senda plötuna, sem ber heitið Shape 1, frá mér á Íslandi af því að hér líður mér eins og heima hjá mér. Ísland er fyrsti áfangastaðurinn sem ég hef ferðast til þar sem mér fannst ég vera innilega velkominn. Þar sem ég gat verið með svartan varalit án þess að finnast ég þurfa að skammast mín og án þess að verða fyrir áreitni. Svo fannst mér eðlilegt að gefa plötuna út á Íslandi þar sem ég fékk mikinn innblástur við gerð hennar frá íslensku umhverfi.“ Denique hefur ferðast víða og kynnst fjölbreyttum samfélögum. En orkan á Íslandi heillar hann og er í sérstöku uppáhaldi. „Ég bjó í Ástralíu í eitt ár, ferðaðist um Evrópu og dvaldi um tíma í Botsvana í Afríku. Af öllum stöðum sem ég hef heimsótt þá er fólk hvað opnast í Reykjavík. Hvað varðar Kanada þá er það yfirleitt þannig að því stærri sem borgin er, því auðveldara er að vera maður sjálfur. En eftir því sem samfélögin verða minni, því síður er samþykkt að maður sé öðruvísi að mínu mati.“„Ég sjálfur kem úr litlu samfélagi og varð oft fyrir höfnun í tónlistar- og listasamfélaginu. Þess vegna er það svo góð tilbreyting að finna fyrir stuðningi frá fámennu samfélagi, eins og Íslandi.“ „Allir sem ég hef hitt á Íslandi hafa tekið mér svo vel. Það er einhver innri kraftur sem margir Íslendingar búa yfir og það hefur veitt mér innblástur til að vera staðfastur í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Denique dreymir um að búa á Íslandi í framtíðinni. „Núna er ég bara í tveggja vikna heimsókn hérna, og hef áður varið tveimur sumrum hérna. Og ég myndi elska að búa hérna til frambúðar, það er draumur og markmið sem ég hef sett mér. Ég veit að það mun gerast í framtíðinni. Denique hefur tekist að búa sér til öflugt tengslanet hér á landi og það þykir honum magnað. „Á mínum yngri árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi einhvern tímann fá tækifæri til að dvelja í Reykjavík, eignast vini hérna og fagna útgáfu hljómplötu hérna.“ Þess má geta að útgáfuboð fyrir plötu Denique verður á KIKI á morgun klukkan 20.00 og eru allir velkomnir.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Enginn að rífast í partýi á Prikinu Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira