Jeep selst 17 sinnum betur en Chevrolet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 15:00 Jeep Cherokee. Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent
Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent