Range Rover Sport fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 12:00 Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás. Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Range Rover Sport mun brátt fást sem tengiltvinnbíll með 2,0 lítra Ingenium vél og rafmótora sem duga bilnum til aksturs fyrstu 50 kílómetrana. Samanlagt er aflrásin í bílnum 404 hestöfl og því ekki um neinn letingja að ræða, enda fer hann sprettinn í hundraðið á 6,7 sekúndum. Ennfremur kemst hann á 137 km hraða eingöngu á rafmótorunum, en hámarkshraðinn með aðstoð brunavélarinnar er 220 km/klst. Þessi bíll verður fyrsti tengiltvinnbíll Range Rover. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,8 lítrar á hverja ekna 100 kílómetra og uppgefin mengun 64 g/km af CO2. Á sama tíma og Jaguar Land Rover kynnir þessa nýju gerð Range Rover Sport þá kynnti fyrirtækið líka enn aflmeiri SVR útgáfu bílsins með 575 hestafla 5,0 lítra V8 vél. Sá bíll er ekki nema 4,5 sekúndur að klára sprettinn í 100 og hámarkshraðinn er 283 km/klst. Nýr Range Rover Sport mun koma á 21 eða 22 tommu felgum, með breytt framljós og örlítið breyttan framstuðara. Hægt verður að panta þessa nýju gerð Range Rover Sport með tengiltvinnaflrás strax í lok þessa árs.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent