Opnaði sýningarrými í íbúð afa síns eftir útskrift Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. október 2017 15:15 Freyja ásamt ömmu sinni Diddu fyrir framan Ekkisens en Didda býr á efri hæðinni. Vísir/Eyþór „Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag. Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag.
Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira