Opnaði sýningarrými í íbúð afa síns eftir útskrift Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. október 2017 15:15 Freyja ásamt ömmu sinni Diddu fyrir framan Ekkisens en Didda býr á efri hæðinni. Vísir/Eyþór „Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira