Phaeton endurvakinn sem rafmagnsbíll í Genf 2018 Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2017 14:15 Volkswagen Phideon GTE er nú í boði í Kína sem tengiltvinnbíll. Volkswagen framleiddi flaggskip sitt Phaeton á árunum 2002 til 2016 og framleiddi alls 84.235 eintök af þessum stóra lúxusbíl sem mörgum fannst að ætti ekki heima í bílaúrvali Volkswagen. Framleiðslunni, sem fram fór í Dresden í austurhluta Þýskalands, var semsagt hætt í fyrra þar, en hélt samt áfram í Kína og er þar framleiddur undir nafninu Phideon. Meiningin áður en ákvörðun var tekin um að hætta framleiðslu Phaeton í Þýskalandi var að kynna nýja kynslóð hans á næsta ári. Volkswagen hefur í raun aldrei gefist upp alveg upp á framleiðslu Phaeton fyrir Evrópumarkað þó svo hann fáist þar ekki nú. Til vitnis um það þá ætlar Volkswagen að sýna nýja gerð bílsins á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, en sá bíll mun eingöngu verða drifinn áfram á rafmagni. Hann á að komast heila 600 kílómetra á fullri hleðslu. Volkswagen finnst það sérlega við hæfi að flaggskip fyrirtækisins sé hreinræktaður rafmagnsbíll og það rímar ágætlega við nýja stefnu þess eftir dísilvélasvindlið. Þó svo að Volkswagen ætli að kynna Phaeton í Genf í mars á næsta ári þá kemur hann líklega ekki á markað fyrr en öðru hvoru megin við áramótin 2019/2020. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent
Volkswagen framleiddi flaggskip sitt Phaeton á árunum 2002 til 2016 og framleiddi alls 84.235 eintök af þessum stóra lúxusbíl sem mörgum fannst að ætti ekki heima í bílaúrvali Volkswagen. Framleiðslunni, sem fram fór í Dresden í austurhluta Þýskalands, var semsagt hætt í fyrra þar, en hélt samt áfram í Kína og er þar framleiddur undir nafninu Phideon. Meiningin áður en ákvörðun var tekin um að hætta framleiðslu Phaeton í Þýskalandi var að kynna nýja kynslóð hans á næsta ári. Volkswagen hefur í raun aldrei gefist upp alveg upp á framleiðslu Phaeton fyrir Evrópumarkað þó svo hann fáist þar ekki nú. Til vitnis um það þá ætlar Volkswagen að sýna nýja gerð bílsins á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári, en sá bíll mun eingöngu verða drifinn áfram á rafmagni. Hann á að komast heila 600 kílómetra á fullri hleðslu. Volkswagen finnst það sérlega við hæfi að flaggskip fyrirtækisins sé hreinræktaður rafmagnsbíll og það rímar ágætlega við nýja stefnu þess eftir dísilvélasvindlið. Þó svo að Volkswagen ætli að kynna Phaeton í Genf í mars á næsta ári þá kemur hann líklega ekki á markað fyrr en öðru hvoru megin við áramótin 2019/2020.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent