Vekja athygli á gildi barnabóka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:15 Gunnar Helgason segir það vandamál hversu illa barnabækur komist til skila til barnanna, meðal annars vegna þess hversu fjársvelt bókasöfnin eru. Vísir/Eyþór Árnason „Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira