Grjót í vösum Bjarni Karlsson skrifar 4. október 2017 07:00 Á sunnudagskvöldið sem leið fékk þjóðin að sjá leikritið Með fulla vasa af grjóti í beinni útsendingu RÚV. Það sem gaf sýningunni aukna vigt var sú staðreynd að annar leikarinn, Stefán Karl Stefánsson, heyir þessa daga harða baráttu við krabbamein. Við erum að lifa undarlega tíma. Veröldin virkar eitthvað svo laus á límingunum. Til viðbótar við loftslagsbreytingar af mannavöldum og hryðjuverkafár er allt í einu komin upp kjarnorkuvá sem enginn skilur neitt í, en ferskum skammti af ótta er dælt inn í taugakerfi mannkyns. Hér heima læsir svo kvíðinn klóm sínum í þjóðarsálina í miðju góðæri með flóðum, hrottaglæpum og upplausn í stjórnmálum. Í þessu ljósi var ég þakklátur sýningu þeirra Stefáns Karls og Hilmis Snæs því hún fjallar um það að hafa stjórn á sjálfum sér og gera það sem í valdi manns stendur sem persóna. Ríki rísa og hníga, hugmyndakerfi skína og blikna, voðaverk eru unnin og stjórnskipulag er á stöðugri hreyfingu en persónur virðast geta verið nokkuð stöðug fyrirbæri. Fb-statusinn sem Stefán Karl skrifaði fyrir sýningu þeirra félaga ættu allir að lesa. Hann er kennsla í því hvernig hægt er að lifa fallega við erfiðar aðstæður og óvissu. Sjálft leikritið fjallar um steinana í vösum okkar, gremjuna sem við burðumst með og skömmina sem kvelur okkur þar til við tökum grjótið og leggjum það frá okkur með ábyrgum hætti. Stefán Karl er að sýna okkur það sama og skáldið Sigurður Pálsson gerði í sínum veikindum, að það er í lagi að vera berskjölduð manneskja. Ef allt fer á besta veg í lífi mínu mun ég dag einn veikjast og síðan deyja. Hvernig nota ég dagana sem ég fæ? „Kenn oss að telja daga vora að vér megum öðlast viturt hjarta“ stendur í gamalli bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Á sunnudagskvöldið sem leið fékk þjóðin að sjá leikritið Með fulla vasa af grjóti í beinni útsendingu RÚV. Það sem gaf sýningunni aukna vigt var sú staðreynd að annar leikarinn, Stefán Karl Stefánsson, heyir þessa daga harða baráttu við krabbamein. Við erum að lifa undarlega tíma. Veröldin virkar eitthvað svo laus á límingunum. Til viðbótar við loftslagsbreytingar af mannavöldum og hryðjuverkafár er allt í einu komin upp kjarnorkuvá sem enginn skilur neitt í, en ferskum skammti af ótta er dælt inn í taugakerfi mannkyns. Hér heima læsir svo kvíðinn klóm sínum í þjóðarsálina í miðju góðæri með flóðum, hrottaglæpum og upplausn í stjórnmálum. Í þessu ljósi var ég þakklátur sýningu þeirra Stefáns Karls og Hilmis Snæs því hún fjallar um það að hafa stjórn á sjálfum sér og gera það sem í valdi manns stendur sem persóna. Ríki rísa og hníga, hugmyndakerfi skína og blikna, voðaverk eru unnin og stjórnskipulag er á stöðugri hreyfingu en persónur virðast geta verið nokkuð stöðug fyrirbæri. Fb-statusinn sem Stefán Karl skrifaði fyrir sýningu þeirra félaga ættu allir að lesa. Hann er kennsla í því hvernig hægt er að lifa fallega við erfiðar aðstæður og óvissu. Sjálft leikritið fjallar um steinana í vösum okkar, gremjuna sem við burðumst með og skömmina sem kvelur okkur þar til við tökum grjótið og leggjum það frá okkur með ábyrgum hætti. Stefán Karl er að sýna okkur það sama og skáldið Sigurður Pálsson gerði í sínum veikindum, að það er í lagi að vera berskjölduð manneskja. Ef allt fer á besta veg í lífi mínu mun ég dag einn veikjast og síðan deyja. Hvernig nota ég dagana sem ég fæ? „Kenn oss að telja daga vora að vér megum öðlast viturt hjarta“ stendur í gamalli bók.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun