Þrátt fyrir að hann ætti að haldast þurr á suðaustnaverðu landinu í dag gerir Veðurstofan áfram ráð fyrir vatnavöxtum á svæðinu. Er því enn talin hætta á skriðuföllum.
Það verður norðvestanátt í dag, allhvöss eða hvöss við austurströndina, annars talsvert hægari vindur. Skýjað og dálítil væta öðru hverju, en léttskýjað suðaustanlands. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Breytileg átt á morgun, yfirleitt 5-10 m/s og úrkomulítið, en fer að rigna sunnanlands síðdegis. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Vaxandi norðanátt annað kvöld, með rigningu norðantil.
Á miðvikudag er svo útlit fyrir nokkuð hvassa norðvestanátt, rigningu eða slyddu, einkum norðanlands, en þurrt sunnan heiða. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Breytileg átt, víða 5-10 m/s og dálítil rigning með köflum, en þurrt A-lands. Hiti 5 til 10 stig. Vaxandi norðanátt um kvöldið.
Á miðvikudag:
Norðvestan 10-18 og talsverð rigning eða slydda á N- og NA-landi, annars úrkomulítið. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og skýjað með köflum, en rigning eða slydda í fyrstu NA-lands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Suðaustanátt og fer að rigna, fyrst SV-lands. Hlýnandi veður.
Á laugardag og sunnudag:
Suðvestanátt og skúrir, en úrkomulítið NA-til á landinu.
Væta út vikuna
Stefán Ó. Jónsson skrifar
