Sannfærð um að flokkurinn muni sameinast aftur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 11:57 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis. Kosningar 2017 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, harmar klofning flokksins og er sannfærð um að hann muni sameinast aftur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur yfirgefið flokkinn og sömuleiðis Gunnar Bragi Sveinsson einnig sem segist hafa fengið upp í kok af vinnubrögðum flokksins. „Mér þykir mjög leitt að hann sé ekki lengur inn í Framsóknarflokknum. Ég ætla ekkert að gera lítið úr því og það hef ég sagt í viðtölum. Ég er hins vegar á því og hef sagt að ég tel að flokkurinn eigi eftir að sameinast aftur. Ég er bara eiginlega sannfærð um það og það er það sem ég vonast til að muni gerast og stefni að því.“ Þetta sagði Lilja í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi stöðuna innan Framsóknarflokksins og komandi kosningar. „Eftir síðasta formannskjör hafa verið væringar í flokknum og þetta endar með þessu. Ég hefði kosið að svo væri ekki. Ég tel að liðið sé auðvitað miklu sterkara þegar það stendur saman og menn reyna að vinna úr ágreiningnum. Menn töldu sig ekki geta gert það og þetta fór svona.“Hefur trú á flokknum „Við reyndum og ég sem varaformaður reyndi allt sem ég gat til þess að koma í veg fyrir að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Lilja. Hún segir enn fremur að hún hefði auðvitað vilja halda flokknum saman og því sé hún enn í Framsóknarflokknum. „Ég hef trú á þessum flokki. Þetta er flokkur sem hefur starfað í þágu íslensks samfélags í hundrað ár.“ Hún segir að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum aftur og styrkjast í komandi kosningum. Hún telur einnig að Miðflokkur Sigmundar muni ganga vel. „Við erum að tala um talsverða breytingu í íslenskum stjórnmálum. Ég held að öðrum minni flokkum muni ekki vegna jafn vel. Þeir koma til að mynda mjög laskaðir frá misheppnuðu stjórnarsamstarfi.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Lilju hér að ofan. Hlusta má á allan þáttinn og aðra hluta hans á útvarpshluta Vísis.
Kosningar 2017 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira