Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Afurðir, sem ekki eru gerðar úr dýramjólk, má ekki kalla mjólk, jógúrt, smjör eða ost, segja Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. vísir/ernir Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira