Bílasala minnkaði í Evrópu í september Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 16:26 Bílaumferð í London. Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent