Hafralónsá komin til Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 17. október 2017 12:33 Hafralónsá hefur skipt um leigutaka og verður nú leiga á ánni í höndum Veiðifélagsins Hreggnasa. Nýlega var undirritaður samningur milli Veiðifélags Hafralónsár í Þistilfirði og Hreggnasa ehf um rekstur veiðisvæðis Hafralónsár. Því mun veiðiréttur vera hjá þeim síðarnefnda næstu árin, og á það jafnt um laxa- og silungasvæði árinnar. Hafralónsá í Þistilfirði er ein af stærri dragám norðausturulands, 40 km. að lengd, með um það bil 770 ferkm. vatnasvið. Þá eru meðtaldar þverárnar Kverká og Dragaá. Laxgeng er hún 23 km að Laxfossi og er þar að finna yfir 55 merkta veiðistaði. Hafralónsá þykir með þeim fallegri að veiða enda er umhverfi hennar rómað sem og veiðistaðirnir í ánni. Hún er þekkt fyrir stóra laxa og getur haustveiðin í henni samanstaðið að miklum meirihluta á laxi yfir 70 sm. Meðalveiðin í í ánni 1974-2008 er 256 laxar. Mest var veiðin árið 2010 þegar 610 laxar veiddust. Aðeins er veitt á flugu og er stangarfjöldinn 4-6 stangir eftir tímabili. Sala veiðileyfa í Hafralónsá sumarið 2018 er þegar hafin. Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði
Hafralónsá hefur skipt um leigutaka og verður nú leiga á ánni í höndum Veiðifélagsins Hreggnasa. Nýlega var undirritaður samningur milli Veiðifélags Hafralónsár í Þistilfirði og Hreggnasa ehf um rekstur veiðisvæðis Hafralónsár. Því mun veiðiréttur vera hjá þeim síðarnefnda næstu árin, og á það jafnt um laxa- og silungasvæði árinnar. Hafralónsá í Þistilfirði er ein af stærri dragám norðausturulands, 40 km. að lengd, með um það bil 770 ferkm. vatnasvið. Þá eru meðtaldar þverárnar Kverká og Dragaá. Laxgeng er hún 23 km að Laxfossi og er þar að finna yfir 55 merkta veiðistaði. Hafralónsá þykir með þeim fallegri að veiða enda er umhverfi hennar rómað sem og veiðistaðirnir í ánni. Hún er þekkt fyrir stóra laxa og getur haustveiðin í henni samanstaðið að miklum meirihluta á laxi yfir 70 sm. Meðalveiðin í í ánni 1974-2008 er 256 laxar. Mest var veiðin árið 2010 þegar 610 laxar veiddust. Aðeins er veitt á flugu og er stangarfjöldinn 4-6 stangir eftir tímabili. Sala veiðileyfa í Hafralónsá sumarið 2018 er þegar hafin.
Mest lesið Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Skemmtikvöld SVFK 9. desember Veiði