Ný skattalög í Noregi gætu hækkað verð Tesla um 1 milljón Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 10:35 Tesla Model X. Noregur er sem kunnugt er leiðandi þjóð í kaupum umhverfisvænna bíla og í síðasta mánuði voru 60% nýrra bíla sem keyptir voru þar í landi rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar eða Hybrid bílar. Miklar skattaívilnanir hafa verið við lýði á undanförnum árum í Noregi við kaup á slíkum bílum. Nú virðist hinsvegar koma til greina að breyta þeim á þá lund að þau aðeins gildi um bíla sem vega minna en 2 tonn. Það gæti hækkað verð á hinum Tesla Model S og X bílunum í Noregi um hátt í eina milljón króna þar sem þeir vega báðir meira. Í Noregi hefur gætt mikils pirrings vegna þess að akreinar fyrir strætisvagna eru fullir af rándýrum Teslum, en rafmagnsbílar mega fara um á þeim akreinum og fá auk þess frítt í bílastæði, gegnum göng og með ferjum í Noregi. Auk þess slíta þessir ríflega tveggja tonna bílar jafn mikið eða meira götunum í Noregi og hefðbundnir bílar og því finnst mörgum að ekki eigi að gæta skattaívilnana fyrir slíka bíla. Áfram myndu þó skattaívilnanir gilda vegna kaupa á léttari rafmagnsbílum, tengiltvinnbílum og Hybrid bílum og til stendur að þeir verði í gildi til að minnsta kosti ársins 2020. Í Noregi er 25% skattur á hefðbundna bíla með brunahreyfil og það gæti brátt einnig átt við rafmagnsbíla sem vega meira en 2 tonn. Hætt er við því að sala Tesla bíla muni minnka umtalsvert ef þessar hugmyndir ganga eftir. Búist er við því að þessum áformum verði mótmælt hressilega og vitnað í reynslu Dana sem afnumdu skattaívilnanir af umhverfisvænum bílum og minnkaði þá sala þeirra um 60%. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Noregur er sem kunnugt er leiðandi þjóð í kaupum umhverfisvænna bíla og í síðasta mánuði voru 60% nýrra bíla sem keyptir voru þar í landi rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar eða Hybrid bílar. Miklar skattaívilnanir hafa verið við lýði á undanförnum árum í Noregi við kaup á slíkum bílum. Nú virðist hinsvegar koma til greina að breyta þeim á þá lund að þau aðeins gildi um bíla sem vega minna en 2 tonn. Það gæti hækkað verð á hinum Tesla Model S og X bílunum í Noregi um hátt í eina milljón króna þar sem þeir vega báðir meira. Í Noregi hefur gætt mikils pirrings vegna þess að akreinar fyrir strætisvagna eru fullir af rándýrum Teslum, en rafmagnsbílar mega fara um á þeim akreinum og fá auk þess frítt í bílastæði, gegnum göng og með ferjum í Noregi. Auk þess slíta þessir ríflega tveggja tonna bílar jafn mikið eða meira götunum í Noregi og hefðbundnir bílar og því finnst mörgum að ekki eigi að gæta skattaívilnana fyrir slíka bíla. Áfram myndu þó skattaívilnanir gilda vegna kaupa á léttari rafmagnsbílum, tengiltvinnbílum og Hybrid bílum og til stendur að þeir verði í gildi til að minnsta kosti ársins 2020. Í Noregi er 25% skattur á hefðbundna bíla með brunahreyfil og það gæti brátt einnig átt við rafmagnsbíla sem vega meira en 2 tonn. Hætt er við því að sala Tesla bíla muni minnka umtalsvert ef þessar hugmyndir ganga eftir. Búist er við því að þessum áformum verði mótmælt hressilega og vitnað í reynslu Dana sem afnumdu skattaívilnanir af umhverfisvænum bílum og minnkaði þá sala þeirra um 60%.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent