Rotary vél Mazda snýr aftur eftir 2 ár Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 09:52 Rotary vélar eru með allt öðruvísi þjöppun en hefðbundnar brunavélar. Fyrsta Rotary vél Mazda er nú orðin 50 ára en hefur ekki sést í bílum Mazda nú í nokkur ár. Mazda hefur þó ekki gefist upp á þessari vélartækni og mun kynna bíl eftir tvö ár þar sem Rotary vél verður notuð til að auka við drægi bíls sem fyrst og fremst notast við rafmagnsmótora. Þessi ráðstöfun Mazda virðist snjöll vegna þess að Rotary vélar eru litlar og léttar en þó aflmiklar og skapa lítinn titring og henta því vel í bílum sem önnur drifrás við hlið rafmagnsmótora. Rotary vélin í þessum nýja bíl Mazda mun framleiða rafmagn fyrir bílinn þegar rafmagnið þrýtur á rafgeymum hans. Þessi nýi bíll Mazda verður í boði í tvennskonar útfærslu, eingöngu með rafmagnsmótorum og að auki með Rotary vél sem drægnisauka (range extender). Fyrri útgáfan er hugsuð fyrir markaði eins og Evrópu, Kína og Japan þar sem drægni rafhlaðanna mun í flestum tilfellum duga en sú seinni sem bíll með heppilega drifrás fyrir Ameríkumarkað, þar sem þörf er fyrir bíla sem komast lengri vegalengdir án þess að hlaða þurfi rafhlöður bílsins. Þessa útfærslu má einnig sjá í BMW i3 rafmagnsbílnum, sem kaupa má einnig með lítill brunavél sem eykur drægni bílsins. Mazda er einnig að vinna að smíði stærri Rotary vélar sem líkleg er til að fara í sportbíl frá Mazda, en sá bíll verður ekki kynntur fyrr en Mazda sér fyrir sér að hann muni seljast það vel að það svari kostnaði að helda áfram við kostnaðarsama þróun slíkrar stærri Rotary vélar. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent
Fyrsta Rotary vél Mazda er nú orðin 50 ára en hefur ekki sést í bílum Mazda nú í nokkur ár. Mazda hefur þó ekki gefist upp á þessari vélartækni og mun kynna bíl eftir tvö ár þar sem Rotary vél verður notuð til að auka við drægi bíls sem fyrst og fremst notast við rafmagnsmótora. Þessi ráðstöfun Mazda virðist snjöll vegna þess að Rotary vélar eru litlar og léttar en þó aflmiklar og skapa lítinn titring og henta því vel í bílum sem önnur drifrás við hlið rafmagnsmótora. Rotary vélin í þessum nýja bíl Mazda mun framleiða rafmagn fyrir bílinn þegar rafmagnið þrýtur á rafgeymum hans. Þessi nýi bíll Mazda verður í boði í tvennskonar útfærslu, eingöngu með rafmagnsmótorum og að auki með Rotary vél sem drægnisauka (range extender). Fyrri útgáfan er hugsuð fyrir markaði eins og Evrópu, Kína og Japan þar sem drægni rafhlaðanna mun í flestum tilfellum duga en sú seinni sem bíll með heppilega drifrás fyrir Ameríkumarkað, þar sem þörf er fyrir bíla sem komast lengri vegalengdir án þess að hlaða þurfi rafhlöður bílsins. Þessa útfærslu má einnig sjá í BMW i3 rafmagnsbílnum, sem kaupa má einnig með lítill brunavél sem eykur drægni bílsins. Mazda er einnig að vinna að smíði stærri Rotary vélar sem líkleg er til að fara í sportbíl frá Mazda, en sá bíll verður ekki kynntur fyrr en Mazda sér fyrir sér að hann muni seljast það vel að það svari kostnaði að helda áfram við kostnaðarsama þróun slíkrar stærri Rotary vélar.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent