Ekkert öðruvísi að leika hinsegin Þórdís Valsdóttir skrifar 16. október 2017 14:30 Sigurður Þór Óskarsson og Björn Stefánsson leika fyrrum elskendurna Einar og Gunnar. Þeir segja myndina ekki fjalla um mótlæti gegn samkynhneigðum, heldur um ást á milli einstaklinga. Aðsend Íslenska kvikmyndin Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, þar var hún lokamynd hátíðarinnar. Rökkur var svo frumsýnd í Norður-Ameríku á á Outfest hátíðinni sem haldin var í Los Angeles. Myndin hefur fengið frábæra dóma en hún verður frumsýnd hér á landi 27. október. Rökkur vann verðlaun fyrir listrænt afrek á Outfest hátíðinni og hún hefur verið, eða mun verða sýnd á um þrjátíu kvikmyndahátíðum um allan heim. Rökkur fjallar um Gunnar og fyrrverandi kærasta hans, Einar. Nokkrum mánuðum eftir að samband þeirra líður undir lok fær Gunnar símtal frá Einari þar sem hann er í miklu uppnámi. Gunnar fer og finnur Einar í sumarbústað undir jökli, þar sem þeir takast á við fortíð sína. Ekki er allt sem sýnist á Snæfellsnesinu og svo virðist sem þeir séu ekki einir. Mennirnir heyra drungaleg hljóð fyrir utan afskekkta sumarhúsið og þá fer af stað spennandi atburðarás. Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson fara með aðahlutverkin í Rökkri og leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Erlingur Óttar Thoroddssen. Framleiðendur eru Búi Baldvinsson og Baldvin Kári Sveinbjörnsson.Björn, Sigurður Þór og Erlingur ferðuðust til Los Angeles til að vera viðstaddir Outfest. Með þeim á myndinni eru Áslaug Torfadóttir og Baldvin Kári Sveinbjörnsson.Mynd/Erlingur Óttar„Þetta snýst bara um ást“ Sigurður Þór og Björn segja að það hafi ekki verið erfiðara eða meiri áskorun að leika samkynhneigðar sögupersónur. „Þessi mynd fjallar ekki beint um samkynhneigð þessara manna. Ég lék þetta hlutverk bara eins og ég las það í handritinu og það var enginn fókus hjá mér hvort ég væri að leika þetta á móti strák eða stelpu. Eini munurinn var sá að ég kyssti Bjössa, það var alveg skrýtið en alls ekki erfitt,“ segir Sigurður Þór en þetta var fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Sigurður Þór lék í. Björn var sammála honum að þessu leyti. „Þetta snýst bara um ást og maður reyndi að koma þessu til skila eins og þetta var í handritinu og einblína frekar á hvernig fólk er ástfangið." Aðspurðir hvort myndin fái öðruvísi, eða meiri athygli vegna þess að aðal sögupersónurnar eru samkynhneigðar segja leikararnir að svo sé ekki, nema þá á jákvæðan hátt. „Myndir sem fjalla um samkynhneigð fjalla oft um mótlæti í samfélaginu eða erfiðleikana sem geta fylgt því að vera samkynhneigður en þessi mynd byrjar á því að segja: þessir tveir eru hommar og einbeitum okkur nú að sögunni," segir Björn og bætir við að hann telji þetta vera ferskan vind og að áhorfendur gleymi því að þeir séu samkynhneigðir. Verðlaunuð vestanhafs Rökkur hefur fengið frábærar viðtökur bæði vestanhafs og í Evrópu. Ásamt verðlaununum á Outfest vann Rökkur einnig til verðlauna á California Independent Film Festival fyrir kvikmyndatöku og hlaut verðlaun fyrir bestu myndina á kvikmyndahátíðinni Philadephia Unnamed Film Festival. Nú á dögunum fékk Rökkur sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir bestu kvikmyndina og verðlaun fyrir bestu hljóðvinnsluna á New Orleans film festival. „Kvikmyndatakan er sláandi, hljóð og tónlist eru stórkostleg og aðalleikararnir tveir – sem halda myndinni nánast á lofti sjálfir – flutningur þeirra er frábær. Ísland hefur framleitt nokkrar góðar hrollvekjur á síðustu árum, og þessi mynd telst sem ein af þeim athyglisverðustu,“ sagði kvikmyndagagnrýnandi Hollywood Reporter. Sigurður Þór og Björn fá einnig mikið lof fyrir leik sinn. „Frammistaða aðalleikaranna fór langt fram úr mínum vonum og byrjaði í raun að ásækja mig. Ég finn löngun eftir því að þeir muni leika aftur saman,“ segir gagnrýnandinn Ben Ragunton á vefsíðu TG Geeks. Erlingur Óttar útskrifaðist með MFA í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia háskólanum í New York árið 2013. Hann hefur heillast af spennutryllum og hrollvekjum frá því hann var barn. Eftir að hann fór sjálfur í gegnum erfið sambandsslit þá varð Rökkur til. „Þetta kom upp úr því að ég fór í gengum sambandsslit og var á hálfgerðum bömmer. Ég hugsaði að ég gæti annað hvort verið heima og vorkennt sjálfum mér eða nýtt reynsluna í að skapa eitthvað," segir Erlingur.Tóku upp á fimmtán dögum. Leikararnir og aðrir sem að myndinni koma hófu tökur um páskana á síðasta ári og tóku alla myndina upp á 15 dögum. „Þetta var pínulítið starfslið og leikarahópur, um 10 manns allt í allt. Það gekk rosalega vel og við urðum öll mjög náin," segir Sigurður Þór. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Rökkur var frumsýnd fyrr í ár á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, þar var hún lokamynd hátíðarinnar. Rökkur var svo frumsýnd í Norður-Ameríku á á Outfest hátíðinni sem haldin var í Los Angeles. Myndin hefur fengið frábæra dóma en hún verður frumsýnd hér á landi 27. október. Rökkur vann verðlaun fyrir listrænt afrek á Outfest hátíðinni og hún hefur verið, eða mun verða sýnd á um þrjátíu kvikmyndahátíðum um allan heim. Rökkur fjallar um Gunnar og fyrrverandi kærasta hans, Einar. Nokkrum mánuðum eftir að samband þeirra líður undir lok fær Gunnar símtal frá Einari þar sem hann er í miklu uppnámi. Gunnar fer og finnur Einar í sumarbústað undir jökli, þar sem þeir takast á við fortíð sína. Ekki er allt sem sýnist á Snæfellsnesinu og svo virðist sem þeir séu ekki einir. Mennirnir heyra drungaleg hljóð fyrir utan afskekkta sumarhúsið og þá fer af stað spennandi atburðarás. Björn Stefánsson og Sigurður Þór Óskarsson fara með aðahlutverkin í Rökkri og leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Erlingur Óttar Thoroddssen. Framleiðendur eru Búi Baldvinsson og Baldvin Kári Sveinbjörnsson.Björn, Sigurður Þór og Erlingur ferðuðust til Los Angeles til að vera viðstaddir Outfest. Með þeim á myndinni eru Áslaug Torfadóttir og Baldvin Kári Sveinbjörnsson.Mynd/Erlingur Óttar„Þetta snýst bara um ást“ Sigurður Þór og Björn segja að það hafi ekki verið erfiðara eða meiri áskorun að leika samkynhneigðar sögupersónur. „Þessi mynd fjallar ekki beint um samkynhneigð þessara manna. Ég lék þetta hlutverk bara eins og ég las það í handritinu og það var enginn fókus hjá mér hvort ég væri að leika þetta á móti strák eða stelpu. Eini munurinn var sá að ég kyssti Bjössa, það var alveg skrýtið en alls ekki erfitt,“ segir Sigurður Þór en þetta var fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Sigurður Þór lék í. Björn var sammála honum að þessu leyti. „Þetta snýst bara um ást og maður reyndi að koma þessu til skila eins og þetta var í handritinu og einblína frekar á hvernig fólk er ástfangið." Aðspurðir hvort myndin fái öðruvísi, eða meiri athygli vegna þess að aðal sögupersónurnar eru samkynhneigðar segja leikararnir að svo sé ekki, nema þá á jákvæðan hátt. „Myndir sem fjalla um samkynhneigð fjalla oft um mótlæti í samfélaginu eða erfiðleikana sem geta fylgt því að vera samkynhneigður en þessi mynd byrjar á því að segja: þessir tveir eru hommar og einbeitum okkur nú að sögunni," segir Björn og bætir við að hann telji þetta vera ferskan vind og að áhorfendur gleymi því að þeir séu samkynhneigðir. Verðlaunuð vestanhafs Rökkur hefur fengið frábærar viðtökur bæði vestanhafs og í Evrópu. Ásamt verðlaununum á Outfest vann Rökkur einnig til verðlauna á California Independent Film Festival fyrir kvikmyndatöku og hlaut verðlaun fyrir bestu myndina á kvikmyndahátíðinni Philadephia Unnamed Film Festival. Nú á dögunum fékk Rökkur sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir bestu kvikmyndina og verðlaun fyrir bestu hljóðvinnsluna á New Orleans film festival. „Kvikmyndatakan er sláandi, hljóð og tónlist eru stórkostleg og aðalleikararnir tveir – sem halda myndinni nánast á lofti sjálfir – flutningur þeirra er frábær. Ísland hefur framleitt nokkrar góðar hrollvekjur á síðustu árum, og þessi mynd telst sem ein af þeim athyglisverðustu,“ sagði kvikmyndagagnrýnandi Hollywood Reporter. Sigurður Þór og Björn fá einnig mikið lof fyrir leik sinn. „Frammistaða aðalleikaranna fór langt fram úr mínum vonum og byrjaði í raun að ásækja mig. Ég finn löngun eftir því að þeir muni leika aftur saman,“ segir gagnrýnandinn Ben Ragunton á vefsíðu TG Geeks. Erlingur Óttar útskrifaðist með MFA í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia háskólanum í New York árið 2013. Hann hefur heillast af spennutryllum og hrollvekjum frá því hann var barn. Eftir að hann fór sjálfur í gegnum erfið sambandsslit þá varð Rökkur til. „Þetta kom upp úr því að ég fór í gengum sambandsslit og var á hálfgerðum bömmer. Ég hugsaði að ég gæti annað hvort verið heima og vorkennt sjálfum mér eða nýtt reynsluna í að skapa eitthvað," segir Erlingur.Tóku upp á fimmtán dögum. Leikararnir og aðrir sem að myndinni koma hófu tökur um páskana á síðasta ári og tóku alla myndina upp á 15 dögum. „Þetta var pínulítið starfslið og leikarahópur, um 10 manns allt í allt. Það gekk rosalega vel og við urðum öll mjög náin," segir Sigurður Þór. Stiklu úr myndinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira