Innlent

Varað við staðbundinni og mjög lúmskri ísingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lúmsk ísing gæti verið á vegum landsins í kvöld og nótt.
Lúmsk ísing gæti verið á vegum landsins í kvöld og nótt. Vísir/Anton
Varað er við staðbundinni og mjög lúmskri ísingu, einkum vestanlands í kvöld og nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni en þar segir að skýjabólstrar með smágerðu regni komi af hafi, en á milli þeirra létti til þar sem vegyfirborðið kólnar hratt og ísing myndast.

Á þetta einkum við um Vesturlandsveg og í Borgarfirði og norður yfir Holtavörðuheiði sem og aðra vegi vestanlands einkum til landsins. Einnig mögulega í uppsveitum Suðurlands, í grennd við Höfuðborgarsvæðið og almennt í Borgarfirði og á Mýrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×