„Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum“ Guðný Hrönn skrifar 14. október 2017 11:45 Gluggarnir í stofunni heilluðu Ingibjörgu upp úr skónum þegar hún sá þá fyrst. VÍSIR/ANTON BRINK Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað. Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hönnuðurinn Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir á glæsilegt heimili. Uppáhaldsrými hennar á heimilinu er stofan enda er um afar flott rými að ræða þar sem stórir gluggar leika stórt hlutverk. „Stofan er svo björt og falleg með stórum gluggum. Það má segja að ég hafi keypt íbúðina út af þessum gluggum,“ segir Ingibjörg. Stofan er einstaklega notaleg og kósí og Ingibjörg segir púða og værðarvoð vera lykilinn. „Mér finnst púðar og værðarvoð gera sófa og rými svo girnileg. Mann langar bara að kúra þar með góða bók og súkkulaði.“Hengistóllinn er vinsæll hjá þeim sem heimsækja Ingibjörgu og fjölskyldu.vísir/anton brinkÁkveðið húsgagn setur sterkan svip á stofu Ingibjargar, það er hengistóllinn sem hangir fyrir framan stóru gluggana. „Stóllinn finnst mér gefa rýminu mikinn karakter. Það er eitthvað svo mikill leikur í honum en hann er á sama tíma töffaralegur,“ segir Ingibjörg. Stóllinn er afar vinsæll hjá gestum enda er hann spennandi en líka þægilegur að sögn Ingibjargar sem á von á barni á næstu dögum. Hún notar því hengistólinn ekki mikið þessa dagana.„Ég er mest í sófanum undir værðarvoð og kúri mig í alla púðana.“Veggspjöld og myndir á veggjum setja skemmtilegan svip á stofuna.vísir/anton brinkÍbúð Ingibjargar er 90 m2 og á heimilinu búa fimm, að verða sex manns. „Stofan hefur ekki alltaf verið svona. Við þurftum að minnka stofuna um helming til að allir krakkar fengju sérherbergi. Það er því búið að endurraða helling. Það tók smá á að raða fallega í þetta litla rými en ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst það alls ekki síðra en fyrir breytingar. Það er held ég bara hollt að stokka upp annað slagið og fríska upp á hjá sér. Maður á það til að festast í gömlum hárgreiðslum og heimilisstíl en lífið er miklu skemmtilegra þegar maður stokkar upp og sér hlutina frá öðru sjónarhorni.“ 5 ráð Ingibjargar til að gera rými notaleg Fallegir púðar og værðarvoð bjóða manni svo fallega upp í sófa til sín.Kertaljós tekur blíðlega utan um mann þegar dimma tekur og haustlægðirnar berja á gluggann fyrir utan.Plöntur gefa ferskan blæ og súrefni í öll rými, stór og smá. Fallegar myndir og veggspjöld gefa persónulegan blæ og fylla rými sem eru tómleg eða hrá.Svo er nauðsynlegt að taka til í hrúgunum sem eiga til að safnast hjá manni og setja hlutina á réttan stað.
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira