Frá bjórkvöldum yfir í elegans óperunnar Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. október 2017 16:00 Söngvari, rappari, leikari og nú óperusöngvari (eða smaladrengur). Vísir/Eyþór Leikarinn, söngvarinn og rapparinn Sigurbjartur Sturla Atlason syngur hlutverk smala í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu – réttara sagt syngur hann aríuna Io de sospiri te ne rimanno tanti. Líklega ekki oft sem íslenskur poppari stígur á svið með Íslensku óperunni og hefur upp raust sína. Reyndar er þetta í annað sinn sem Sigurbjartur kemur fram hjá óperunni en hann lék þögult hlutverk í Évgení Onegin eftir Tsjajkovskí í fyrra. Eins og flestir ættu að vita kemur Sigurbjartur fram undir nafninu Sturla Atlas þar sem hann syngur og rappar um ástir og örlög ungs fólks í dag við miklar vinsældir.Hefurðu verið að æfa þig í að syngja einhverjar aríur fyrir framan spegilinn svona baksviðs áður en þú ferð á svið sem Sturla Atlas? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var upphaflega ráðinn til að leika í sýningunni – síðan er þarna hlutverk sem er skrifað fyrir ungan dreng og þeim fannst það að láta mig syngja það vera farsælasta lausnin. Ég er að syngja þarna í falsettu allan tímann, það er dálítið skemmtilegt.“Er það ekkert erfitt? „Mér finnst þetta ekkert vera neitt ÞAÐ erfitt – mér fannst þetta svolítið steikt og fyndið fyrst þegar ég heyrði þetta af því að ég var ekkert að búast við að þetta væri eitthvað fyrir mig eða eitthvað sem myndi koma vel út, ég leyfði mér að efast um það. Núna finnst mér þetta mjög flott, eiginlega alveg geðveikt og ég er mjög spenntur að gera þetta.“Þannig að þú ert bara kominn í hámenninguna núna? „Þetta er mjög „classy“. Maður hefur auðvitað upplifað sitthvað, að spila á ýmsum svona lágmenningargiggum síðustu tvö ár – kannski mikið af bjórkvöldum á Spot í Kópavogi en núna fær maður elegansinn og hámenninguna.“Má búast við óperusöng í næsta viðlagi hjá Sturlu Atlas? „Ég held að ég myndi ekki komast upp með það?… en ég veit það ekki, kannski.“ Verkið verður frumsýnt 21. október og fyrir alla æsta aðdáendur Sturlu Atlas þá stígur smaladrengurinn á sviðið í upphafi 3. þáttar. Hér fyrir neðan má hlýða á söngkonuna Katiu Velletaz syngja aríuna. Tengdar fréttir Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00 Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Leikarinn, söngvarinn og rapparinn Sigurbjartur Sturla Atlason syngur hlutverk smala í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu – réttara sagt syngur hann aríuna Io de sospiri te ne rimanno tanti. Líklega ekki oft sem íslenskur poppari stígur á svið með Íslensku óperunni og hefur upp raust sína. Reyndar er þetta í annað sinn sem Sigurbjartur kemur fram hjá óperunni en hann lék þögult hlutverk í Évgení Onegin eftir Tsjajkovskí í fyrra. Eins og flestir ættu að vita kemur Sigurbjartur fram undir nafninu Sturla Atlas þar sem hann syngur og rappar um ástir og örlög ungs fólks í dag við miklar vinsældir.Hefurðu verið að æfa þig í að syngja einhverjar aríur fyrir framan spegilinn svona baksviðs áður en þú ferð á svið sem Sturla Atlas? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég var upphaflega ráðinn til að leika í sýningunni – síðan er þarna hlutverk sem er skrifað fyrir ungan dreng og þeim fannst það að láta mig syngja það vera farsælasta lausnin. Ég er að syngja þarna í falsettu allan tímann, það er dálítið skemmtilegt.“Er það ekkert erfitt? „Mér finnst þetta ekkert vera neitt ÞAÐ erfitt – mér fannst þetta svolítið steikt og fyndið fyrst þegar ég heyrði þetta af því að ég var ekkert að búast við að þetta væri eitthvað fyrir mig eða eitthvað sem myndi koma vel út, ég leyfði mér að efast um það. Núna finnst mér þetta mjög flott, eiginlega alveg geðveikt og ég er mjög spenntur að gera þetta.“Þannig að þú ert bara kominn í hámenninguna núna? „Þetta er mjög „classy“. Maður hefur auðvitað upplifað sitthvað, að spila á ýmsum svona lágmenningargiggum síðustu tvö ár – kannski mikið af bjórkvöldum á Spot í Kópavogi en núna fær maður elegansinn og hámenninguna.“Má búast við óperusöng í næsta viðlagi hjá Sturlu Atlas? „Ég held að ég myndi ekki komast upp með það?… en ég veit það ekki, kannski.“ Verkið verður frumsýnt 21. október og fyrir alla æsta aðdáendur Sturlu Atlas þá stígur smaladrengurinn á sviðið í upphafi 3. þáttar. Hér fyrir neðan má hlýða á söngkonuna Katiu Velletaz syngja aríuna.
Tengdar fréttir Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00 Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Kristján snýr aftur í Tosca: „Þetta er minn stríðshestur“ Íslenska óperan mun frumsýna óperuna Tosca eftir Giacomo Puccini þann 21. október næstkomandi. Kristján Jóhannsson mun fara með eitt aðalhlutverkanna en Kristján þekkir það hlutverk afar vel. 17. mars 2017 16:00
Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. 7. október 2017 09:00